Úrval - 01.05.1968, Side 6

Úrval - 01.05.1968, Side 6
4 ÚRVAL í Vicksburg í Mississippifylki með Ellsworth Davis undirherforingja, sem þá var formaður Missisippiár- nefndarinnar, og samstarfsmenn hans, sem verið höfðu á ráðstefnu í St. Louis. Það rigndi svolít- ið á flugvellinum í St. Louis, svo að skyggnið var ekki mjög gott. Veðurstofan skýrði frá því, að skýjahæðin væri lág og loft svolítið ókyrrt, en þó ekki neitt að ráði. Þeir máttu eiga von á þrumustormum hér og þar á leiðinni til Vicksburg. En Clesi hafði ekki miklar áhyggjur af veðrinu, því að flugvélin var búin allra nýjustu rafeinadastjórntækj- um og hann var þaulvanur að fljúga í slæmu skyggni með hjálp tækjanna einna. Klukkan 7,55 gaf flugturninn flugvélinni Grumman N2965 leyfi til flugtaks. Þegar Bud lét hana renna léttilega upp í loftið og stefndi í suðurátt í þessa 450 mílna löngu flugferð, sagði hann við Bob Pierce: „Það er að verða svolítið ónotalegt þarna framundan. Við skulum hafa ratsjána í stöðugu sambandi." Næstum tveim tímum áður en Bud lagði af stað frá St. Louis, greip ungur kaupsýslumaður í suðurhluta Missisippisfylkis* kaffi- brúsa, kvaddi konuna sína með kossi og hóf sig til flugs í flugvél- inni sinni frá haglendi á bak við húsið sitt. Þetta var eins hreyfils * Nafni hans er haldið leyndu sam- kvæmt beiðni hans. Cessna 170B. Hann ætlaði sér að fljúga 775 mílna leið til Chicago til þess að sækja þar kaupsýslu- þing. Hann hafði í hyggju að stanza einu sinni á leiðinni til þess að taka bensín, á litlum flugvelli 85 mílum fyrir norðan Memphis. Veðurspárn- ar skýrðu frá dreifðum skýjum á leiðinni, en samt ekki slíkum skýja- þykknum, að hann gæti ekki sveigt hjá þeim. Hann var ekki þjálfaður í að fljúga með hjálp tækja einna, og því var honum bannað sam- kvæmt reglum Flugmálaráðsins að fljúga í skýjum eða gegnum þau. Það leit út fyrir, að þetta mundi verða ósköp venjuleg flugferð. Leyfisnúmer flugvélarinnar hafði verið stytt í „48 Chariie" til notk- unar í fjarskiptum. Hún flaug ósköp rólega áfram á 125 mílna hraða. Kaupsýslumaðurinn fékk sér svolítinn kaffisopa úr brúsan- um og dáðist að landslaginu. Flug- vallarstarfsmenn í Jackson í Missis- sippifylki skýrðu frá „dreifðum skýjum“. En flugvallarstarfsmenn í Greenwood í sama fylki tilkynntu, að loft væri „skýjað“. Regn og þétt- ari ský voru á suðurleið í áttina til Memphis. „48 Charlie" flaug yfir Green- wood i 5(000 feta hæð. Flugmaður- inn hækkaði smám saman flugið til þess að komast upp fyrir skýja- þykkni, sem hækkuðu stöðugt. Hann flaug yfir Memphis í 10.000 feta hæð. Þetta er álitin örugg flughæð að degi til. Sé hún meiri, getur súrefnisskortur haft slæm áhrif á einbeitingu, dómgreind og samræmingu viðbragða. En hann varð að hækka flugið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.