Úrval - 01.05.1968, Side 25

Úrval - 01.05.1968, Side 25
JARÐGASIÐ l NORÐURSJÓNUM 23 vekja vonir að danska auðfélagið skuli hafa lagt í þriðju borunina, með 150.000 króna (danskra) til- kostnaði á dag. Það er þó enn býsna langt í land að gasið frá botni Norðursjávar geti farið að streyma um gashanana í þúsundum iðnfyrirtækja og heimila í Danmörku, og enginn má ímynda sér að þarna fáist einhver sérstak- lega ódýr orkulind. Ef svo vel vill til að nægilegt magn af gasi sé fyrir hendi, þá er mikið og kostnaðarsamt verk fyrir höndum. Frá borunar- staðnum úti í miðjum Norðursjó verður að leggja leiðslur til strand- ar, og þær munu kosta milli 200 og 400 milljónir danskra króna. Enn- fremur verður að leggja aðrar 300 km leiðslur vestan af strönd og aust- ur til Eyrarsunds, þar sem búast má við að tekið verði við mesta magn- inu. Þvílíkum stórleiðslum um langan veg, sem líkjast nálega marggreindu æðakerfi hefur á síðustu árum ver- ið komið upp bæði í Vestur-Evrópu, þar sem aðaluppsprettan er hinar geysimiklu gasnámur við Groningen í Hollandi, og í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Ennfremur hefur um skeið verið flutt mikið gasmagn með sérstökum flutningaskipum frá miklum námum í Alsír og Líbýu; metangasið sem þarna er um að ræða er kælt niður í 161 gráðu kulda á Celsíus, en við það verður það að vökva og er svo flutt í stór- um kældum geymum á ákvörðunar- stað. Með þessu móti vinnst það að fyrirferðin verður smávægileg, því að fyrirferð fljótandi gass er ekki nema einn hundraðasti af rúmtaki þess loftkennds, við andrúmslofts- þrýsting. Vitanlega er það töluvert dýrt að kæla gasið. En þó er áætl- að, að jafnvel þegar svo er komið, að farið verður að vinna gasnám- urnar heima fyrir af fullum krafti muni borga sig að halda áfram að flytja inn fljótandi gas handan um höf. Á þennan hátt kann að verða hægt að ráða fram úr þeim vanda sem mun vera einna erfiðastur við- ureignar í sambandi við gasvinnsl- una, en það eru sveiflur á notkun- inni á ýmsum tímum árs sérstaklega þannig að hún verður lítil sumar- mánuðina. Frá sjónarmiði framleið- andans eru þessar sveiflur skaðleg- ar, ef ekki óbætanlegar, ef fyrirtæk- ið á að borga sig. Það er afskaplegt verð á neðansjávarleiðslunum og ef þær eiga að geta borgað vextina án þess að það þurfi að koma fram í of mikilli hækkun gasverðsins, verð- ur að vera hægt að nýta afkasta- getu þeirra til fullnustu. Nú eru stundaðar af miktum krafti tilraun- ir og athuganir, sem miða að því að unnt verði að jafna upp misskipt- inguna á eyðslu og afköstum, og á alþjóðlegri ráðstefnu gasframleið- enda í Hamborg haustið 1967, var gerð grein fyrir þessum furðulegu áætlunum. Innflutningur fljótandi gass ger- ir það kleift að safna gasbirgðum nokkurn hluta ársins, sem fara síð- an til umframeyðslu þann tíma sem notkunin er mest. Aðferðin er blátt áfram sú, að hinu fljótandi metan- gasi er safnað í stóra málmgeyma með tvöföldum veggjum, eða þá neðanjarðarhólf, og er bergið sem liggur að hólfinu þá kælt með kæli-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.