Úrval - 01.05.1968, Síða 39

Úrval - 01.05.1968, Síða 39
HEILAGUR PATREKUR 37 við bænalestur. Hann lá á bæn í snjó, frosti og rigningu. Þegar vesalings fjárhirðirinn hafði sofnað úti í náttúrunni nótt eina ,heyrði hann skyndilega rödd, sem sagði: „Sko, skip þitt er reiðu- búið!“ Og Guð benti honum í átt til hafnar í 200 mílna fjarlægð. Patrekur vaknaði að því búnu. Honum tókst að flýja, og hann fann skip í höfn þessari, skip, sem var í þann veginn að láta frá landi. Með skipi þessu náði hann svo öðru landi, líklega núverandi Frakklandi. Áhöfnin reikaði dög- um saman um óbyggt land, líklega í leit að markaðsbæ, þar sem þeir gætu verzlað. Mennirnir voru hungraðir, og skipstjórinn sneri sér því að Patreki og sagði: „Kristni maður, getur þú ekki beðið fyrir okkur?“ Og er Patrekur lá þar á bæn, kom svínahópur reikandi til þeirra. Eftir að þeir höfðu etið nægju sína, þökkuðu hinir heiðnu félagar hans guði og tóku að sýna Patreki heið- ursvott á ýmsa vegu. Hann yfirgaf þá að lokum og lagði af stað heim til Englands. Er þangað kom, tók fjölskylda hans honum tveim höndum. Ættingjar hans bjuggust vafalaust við því af honum, að hann giftist og settist að eigi fjarri þeim. ÍRLAND KALLAR Þegar Patrekur er hér kominn í frásögn sinni, skýrir hann okkur frá draumi, sem átti eftir að reyn- ast mikill örlagavaldur í lífi hans. í draumi þessum nálgaðist maður hann með nokkur bréf í hendi sér. Hann rétti Patreki eitt þeirra, og Patrekur las þar þessi orð: „Rödd íra“. Og skyndiiega fylltist loftið af fjölmörgum írskum röddum, sem hrópuðu: „Við biðjum þig, helgi unglingur, að koma og ganga enn á ný um á meðal okkar.“ Pat- rekur vaknaði innilega hrærður í huga. Patrekur var alls ekki haldinn neinni móðursýki. Hinar mörgu sýnir, sem birtast honum á örlaga- þrungnum augnablikum í lífi hans, eru allar gegnsýrðar einum og sama boðskapnum: þær eru ofsasterkt ákall um að bjarga sálum þessara írsku rustamenna, sem hann hafði kynnzt sem þræll. En var hann hæfur til slíks köllunarverks? Öll hans skrif eru gegnsýrð af þeirri hugsun, að hann sé „fávís á allan hátt“. Því varð hann að viða að sér þekkingu í ýmsum grundvallarat- riðum, áður en hann legði af stað að prédika fagnaðarerindið. Hvernig fór hann að því að öðlast slíka þekkingu? Augsýnilega hef- ur hann dvalið nokkur ár í dóm- kirkjubænum Auxerre, um 110 mílum suðaustur af París, en bær þessi var þá fræg menntamiðstöð, sem var alþekkt fyrir tengsl sín við írland og Bretland. Þessi mikli maður framkvæmdanna varð aldr- ei fullmótaður fræðimaður. En hann aflaði sér með tíð og tíma mikillar þekkingar á biblíunni og hlaut prestsvígslu. Og það er eðli- legt að álíta, að hann hafi beðið yfirboðara sína um að leyfa sér að fara í trúboðsferð til írlands. En fortíðin varð nú hindrun á vegi Patreks til þess að ná marki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.