Úrval - 01.05.1968, Síða 59

Úrval - 01.05.1968, Síða 59
PONTÍUS PÍLATUS 57 menn þegar þeir voru að færa fórnir í musterinu. Ef til vill er þarna verið að segja frá einhverju sem hefur staðið í sambandi við missættið milli Pílatusar og kon- ungsins í Galíleu, Heródesar Anti- pas, sem Lúkas minnist einnig á. Þetta mundi geta stuðlað að auknum skilningi á afskiptum Pílatusar af dauðadómi Krists. Hann sem hafði slíka fyrirlitningu á Gyðingum, kynni annars að hafa látið málshöfðun gegn Jesú falla niður umsvifalaust. Það mundi hann hafa gert ef Gyðingar hefðu ekki áklagað Jesúm fyrir uppreisn gegn keisaravaldinu. Pílatus hafði verið kærður í Róm einu sinni áður, og hann vissi það, að hann mundi eiga á hættu að lenda í ónáð ef hann léti ekki rannsaka málið. Að vísu var hann óhræddur við staðhæf- ingu Jesú um hið andlega kon- ungsríki sitt, og áleit þetta vera hættulítinn mann, sem líklega hefði verið tældur til að bera fram þessa undarlegu staðhæfingu. Og svo mik- ið réttlætisskyn hafði þessi Róm- verji, að honum fannst sem þessum manni, sem orðið hafði fyrir heift Gyðinganna, án þess að hafa nokk- uð til saka unnið gegn þeim, bæri að sleppa lausum. Svo tilkynnti hann þeim að hann fyndi enga dauðasök hjá sakborn- ingnum, en þeir héldu áfram að hrópa og kalla: „Krossfestu hann!“ Hann lét þá velja milli hans og Barrabbas, og þeir kusu Barrabbas. Hann lét refsa Kristi og þeir héldu áfram að heimta að hann yrði tekinn af lífi. Þá lýsti hann því yfir að hann væri sýkn af blóði þessa manns, sem saklaus hefði verið dæmdur, og orðum sínu.n ti! áréttingar þvoði hann hendur sín- ar í augsýn þeirra, en þeir tóku á sig alla ábyrgð af ódæðisverk- inu. Að endingu lét Pílatus undan af kænsku sinni, því honum var meira í mun að gæta stöðu sinnar en að sjá til um það að réttlæti væri ekki fótum troðið. Ekki voru liðnar nema nokkrar klukkustundir síðan þetta hófst. Jesús hefði verið færð- ur fram fyrir hann snemma um morguninn og áður en sól var í há- degisstað var búið að kveða upp dóminn, og lagt af stað með hinn dauðadæmda áleiðis til Golgata. Og hið síðasta sem Pílatus gat hrósað happi yfir, var að fá að halda orða- laginu á yfirskrift sinni yfir kross- inum: Konungur GySinga: ,,Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað". Pílatus hélt stöðu sinni sem land- stjóri Gyðingalands lengi á eftir. Arið 35 e.Kr. kom fram falsspá- maður ,sem bauðst til að sýna áhangendum sínum hin heilögu ker Mósesar á Garizimfjalli í grennd við Samaríu. Hann tiltók daginn og fjöldi manns streymdi að. En meðal þeirra sem komu voru líka hermenn Pílatusar, því hann óttaðist uppþot. Hermennirnir réð- ust á múginn og drápu marga. Fyr- ir þetta var Pílatus kærður fyrir Vítellíusi, legáta í Sýrlandi, og síðan vikið úr embætti og sendur til Rómar. Þegar hann kom þangað árið 36 e.Kr., var Tíberíus nýlát- inn. Hvernig Pílatusi farnaðist und-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.