Úrval - 01.05.1968, Síða 84

Úrval - 01.05.1968, Síða 84
82 ÚRVAL En þegar hann hafði dregið að sér 70 fet af vaðnum, fann hann snögg- lega fyrir þyngd frænda sins að nýju og að hann kippti í vaðinn. Þá dvínaði ótti hans. Bagley hafði nú náð til Jones. Hann kraup niður á sylluna við hlið Jones, titrandi af geðshræringu. Dauðinn hafði næstum hremmt hann. Á sama augnabliki og hann náði fótfestu á syllunni, hafði hin granna líflína hans loks losnað af trjárótunum. Það hafði munað mjóu. Hann sagði við sjálfan sig í sífellu: „Ég er li-fandi!“ En Floyd Jones virtist látinn. Bagley tók af sér annan vettling- inn og snerti ískalt, bert höfuð mannsins. „Ég get ekki hreyft mig,“ stundi Jones hásum rómi. „Ég er helkaldur frá mitti og niður úr.“ „Hafðu ekki áhyggjur framar,“ svaraði Bagley. „Við náum þér upp á brúnina rétt strax.“ Þetta var hraustlega mælt, kann- ske helzt til hraustlega, því að vandamálin, sem blöstu við fram undan, voru eins ógnvænleg og sjálfur hamarinn. Jones hafði litla meðvitund, og það var því ekki hægt að draga hann einan upp í vaðnum. Trylltur stormurinn mundi slengja honum utan í ham- arinn og rota hann. Það var aðeins einn möguleiki. Þeir urðu að fara báðir upp samtímis. Bagley hafði ekki losað af sér vaðinn. Hann reisti Jones á fætur og færði hann varlega í aukavettlingana, sem eiginkona hans hafði stungið í vasa hans fyrir að því er virtist eilífðar- tíma. Hann lét Floyd standa fyrir aftan sig og síðan vafði hann hand- leggjum hans um mitti sér og smeygði þeim undir kaðalinn framan á maga sér. Svo herti hann á kaðlinum og hrópaði til Floyds. „Haltu þér nú fast!“ Hann kippti snögglega í kaðal- inn þrisvar í röð, en það var merki um, að hann vildi láta draga sig' upp. og þá stríkkaði snögglega á kaðlinum. Brátt dingluðu báðir mennirnir í lausu lofti rétt yfir ólgandi öldunum. Svo tóku þeir að færast hægt og hægt upp á við í átt- ina til brúnarinnar. Jones, sem er 162 pund, hélt sér dauðahaldi í bjargvætt sinn. Örvæntingin virt- ist veita honum næglegt afl til þess að halda takinu. En Bagley leið vítiskvalir. Vaðurinn herti svo að honum vegna hins mikla þunga, að hann hélt, að hann mundi slitna í sundur. Hann fann, að Jones var að missa takið, er þeir nálguðust Svíns- hrygg. Hann greip í hálsmál hans og tókst að draga hann yfir hrygg- inn. Og þarna lágu þeir svolitla stund. Jones hafði misst meðvitund, en Bagley stóð á öndinni og reyndi að ákveða, hvað gera skyldi næst. Litli maðurinn var nú orðinn svo örþreyttur, að það var honum um megn að leggja á sig langan krók, líkt og hann hafði gert, þegar hann seig niður. Og á Svínshrygg var fullt af lausum steinum, sem höfðu hrunið þangað niður í mikilli grjótskriðu. Hann varð að gæta sín við hvert fótmál. Að öðrum kosti gæti hann komið nýrri skriðu af stað. Hann átti því ekki um annað að velja en að láta draga sig beint upp bröttu gjána, en þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.