Úrval - 01.05.1968, Page 89

Úrval - 01.05.1968, Page 89
ROCKEFELLER CENTER 87 tækisins stofnuðu „Gangstéttaeftir- litsmannaklúbbinn“, létu prenta meðlimakort og afhentu þau þeim, sem stönzuðu við gluggana til þess að fylgjast með verkinu. Fyrstu byggingarnar, sem risu, virtust ekki hafa heppnina með sér fyrst í stað, hvað reksturinn snerti, þar á meðal RCA-skýjakljúfurinn (Radio Corporation of America) og tvö Radio-Keith-Orpheum (RKO) hús með útvarpsáheyrendasölum, kvikmyndasölum og leiksviðum, en samkvæmt áætlun Rockefellers áttu þau að verða hjarta „útvarpsborg- ar“, sem lifandi tákn hinnar vax- andi fjölmiðlunargreinar, útvarps- ins. Það kom fram, að RCA þarfn- aðist aðeins helmings þess skrif- stofuhúsnæðis, sem það hafði sam- ið um fyrir fram. Og það reis deila við útvarpsstöðina National Broad- casting Co, viðvíkjandi húsnæðis- kostnaðinum fyrir hana í sömu byggingu. Endurskoða varð báða þessa samninga við útvarpsfélög þessi til mikils tjóns fyrir Rocke- feller. En það ömurlegasta var þó, að það gekk mjög illa með leik- og kvikmyndahúsin Radio City Music Hail og RKO Roxy, sem mikið höfðu verið auglýst og mikils var vænzt af. Að vísu höfðu þau verið opnuð með miklum glæsibrag, en aðsóknin var miklu minni en búizt hafði verið við. Radio City Music Hall tapaði 180.000 dollurum á 16 dögum, og nokkrum mánuðum síð- ar var RKO orðið gjaldþrota. Það virtist því vera alveg úti um áætl- un Rockefellers um gróðavænlega leigu á leik- og kvikmyndahúsum þessum í hinum nýju skýjakljúfum. En Rockefeller bað samt þá, sem gagnrýndu allt þetta fyrirtæki hans sem ákafast, að bíða með að fella dóm, þangað til „endanleg úrslit gerðu mönnum fært að kveða upp réttlátan dóm“. MEIRA RÚM, MEIRI LIST, MEIRI GLEÐI. Og núna, á 35 ára afmæli fyrstu opnunarinnar í Rockefeller Center, hefur dómurinn verið kveðinn upp. Sá dómur var að vísu kveðinn upp, löngu áður en höfundur þessa sköp- unarverks dó árið 1960. Og það er ákveðinn dómur. Rockefeller Cent- er hefur fært út kvíarnar og nær nú yfir 17 ekrur og telur alls 18 byggingar innan vébanda sinna. Og fyrirtækið hefur borið sig alveg prýðilega. Þetta er Paradís skemmti- ferðamanna. Það er álitið, að stað- urinn dragi til sín rúmlega 200.000 manns daglega, bæði starfsfólk, sem vinnur í byggingunum og gesti, sem njóta blómagarðanna, hvíla sig á bekkjunum, horfa á skautafólk á útiskautasvellinu, taka milljónir af myndum og' skoða þetta glæsilega torg sem væri það aðaltorg í smá- bæ, staður, sem allir eiga leið um og öllum þykir vænt um. Áður var um taprekstur að ræða, en nú stendur fjárhagur Rockefell- er Center með miklum blóma. Áður mætti fyrirtæki þetta mikilli gagn- rýni, blandaðri fyrirlitningu, en nú ljúka menn upp einum munni um ágæti þess. Og hverjar eru ástæð- urnar fyrir þessum stórfelldu breyt- ingum? Sumir halda því enn fram, að byggingarnar séu ósköp sviplitl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.