Úrval - 01.05.1968, Page 124

Úrval - 01.05.1968, Page 124
122 ÚRVAL Wensley sendi Cook til þess að leita að námfúsa múraranum. Og að vörmu spori var Cook kominn með hann á fund Wensleys. Eftir nokkrar meinleysislegar spurning- ar spurði Wensley skyndilega: „Af hverju drápuð þér hana?“ í fyrstu neitaði ungi maðurinn ásökun þessari, en brátt missti hann stjórn á sér og gafst upp. Stúlkan hafði sagt honum, að hún væri vanfær. Hann sagðist hafa verið gripinn ofsahræðslu, hann hefði barið hana, svo að hún hneig niður, síð- an hefði hann dregið hana að elda- vélinni og stungið höfði hennar inn íofninn, síðan hefði hann beðið eftir því, að gasið gerði út af við hana, svo hefði hann skrúfað fyrir það og farið á bókasafnið. „Hvernig vissirðu, að þetta var morð ,og hvernig vissirðu, hver morðinginn var?“ spurði Cook Wensley yfir bjórglasi nokkru síð- ar. „Það var ósköp einfalt," svaraði þessi Sherlock Holmes frá Scotland Yard. „Stúlkan var látin, þegar húsmóðirin kom inn í herbergi hennar, og þá hafði þegar verið skrúfað fyrir gasið, en húsmóðirin sagðist ekki hafa snert neitt þar inni. Hefurðu nokkurn tíma heyrt, að nokkur, sem hefur stytt sér ald- ur á gasi, hafi svo skrúfað fyrir það á eftir?" ,,Furðulegt!“ svaraði Cook. „En hvað var það, sem þú tíndir af pilsi stúlkunnar?“ „Svolítil ögn af múrhúðunarefni,“ svaraði Wensley. „Viltu fá annað glas?“ Fred Wensley hefur verið kall- aður mesti leynilögreglumaður allra tíma. Og með lausn sinni í málinu „Sjálfsmorð saumakonunn- ar“ bætti hann enn einni afreks- sögu við hina löngu afrekaskrá Morðdeildar Scotlands Yards, en afrek þeirrar deildar eru mörg goð- sögnum líkust. Deild þessi var stofnuð árið 1919 undir stjórn Wensleys. Hún gekk opinberlega undir nafninu „Deild C-1 í Borg- arlögreglunni.“ En nú er hún skip- uð 10 færustu sérfræðingum heims í öllu því er snertir rannsóknir í morðmálum. Þeir eru kallaðir „Hræðilegu mennirnir tíu í Scotland Yard“. Og þeir mynda síðustu lif- andi tengslin við tímabil Sherlocks Holmes. Síðasta áratuginn hefur Morð- deildin rannsakað 418 morð og leyst 390 þeirra, en það er einn bezti árangur, sem náðst hefur af nokkru lögregluliði. Trenchard lávarður, sem nú er látinn, hefur lýst leyndardómi þessarar vel- gengni einkar vel með eftirfarandi orðum, er hann mælti árið 1936, en þá var hann yfirmaður Scotlands Yards: „Þegar um morð er að ræða, þá er eina tækið, sem fært er um að skilja hina flóknu starfshætti mannsheilans....... annar manns- heili. Við reynum því að tryggja, að heilastarfsemi manna okkar sé á háu stigi, að þeir hafi til að bera innsýn í flækjur mannssálarinnar og skilnings á starfi mannshug- ans.“ Það er reyndar ekki svo mjög auðvelt að tryggja sér slíka starfs- krafta. Að vísu dreymir sérhvern rannsóknarlögregluþjón Lundúna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.