Úrval - 01.05.1968, Page 128

Úrval - 01.05.1968, Page 128
126 ÚRVAL sem lá þar í grasinu. Gipsmót voru tekin af báðum íótaförunum, ein- mitt rétt áður en það skall á storm- ur, sem hefði örugglega máð þau út. Vírbúturinn beindi för Carlins að verksmiðjunni, þar sem hann var framleiddur. Og þar fann hann ung- an mann, sem var nokkuð einkenni- legur útlits. Andlit hans var allt út- klórað, og var erfitt fyrir manninn að gefa skýringu á því. Það leit út fyrir, að mikil átök hefðu átt sér stað á morðstaðnum, og því hafði Carlin dottið í hug, að stúlkunni kannske tekizt að veita árásarmann- inum einhverja áverka, það vantaði líka eina tölu á yfirfrakka þessa unga manns, en sagt var, að hann hefði fest hann á með vírbút úr verksmiðjunni. Með þessi sönnunargögn að vopni, spilaði Carlin út trompi sínu. Og trompið var gipsmótið af fótaförum árásarmannsins. Ungi maðurinn neitaði að vísu að eiga skó, sem væru af sömu stærð og sólafarið. En hann hafði gleymt einu atriði, stórum þrimli á hægri fæti sínum, sem hafði myndað dæld í slitinn skósólann, þannig að það gúlpaði svolítil bunga niður úr honum. Og hún var af nákvæmlega sömu stærð og dældin í gipsmótinu. Morðinginn játaði, þegar hann varð að horfast í augu við þetta sönnunargagn. Mennirnir í Morðdeildinni vinna til skiptis á vöktum allan sólar- hringinn hvern einasta dag ársins. Þeir taka málin fyrir, eftir því hver er á vakt hverju sinni, þegar til- kynnt er um nýtt morðmál. Maður- inn, sem er á verði, má aldrei vera í burtu frá símanum í meira en 10 mínútur í einu, og við skrifborð hans stendur alltaf tilbúin ferða- taska, svo að hann geti haldið í ferðalag samstundis, ef þörf krefur. Menn þessir eru reiðubúnir að koma til hjálpar hverju því lögregluliði í Bretlandi eða brezku samveldis- löndunum, sem fer fram á aðstoð þeirra. Einn snjallasti maðurinn, sem nokkurn tíma hefur starfað í Morð- deildinni, er Jack Mannings. Fáir hafa heldur sýnt meiri nákvæmni og þolinmæði en hann. Þetta er myndarlegur, gráhærður maður, gæddur ríkri kímnigáfu og miklum persónutöfrum. Þegar hann hefur unnið að rannsóknum, hefur hann ætíð farið eftir þessum boðorðum: „Rannsakaðu allt, taktu hvern hlut upp, hristu hann, þefaðu af hon- um... og legðu allt útlit hans á rninnið." Starf Mannings í málinu „Líkið, sem var of heitt“, er dæmi um snilldarlega rannsókn, er ein- kenndist af geysilegri nákvæmni og þolinmæði og stórsnjallri ályktun- arhæfni. í byrjun leit þetta út eins og ósköp venjulegt mál. Síðdegis rign- ingardag nokkurn að haustlagi var Mannings falið að rannsaka morð, sem framið hafði verið á afskekktu býli í Wales. Húsmóðirin þar hafði verið myrt. Þegar maður hennar kom heim úr vinnunni, en hann vann í járnsteypu, sem var í 11 kílómetra fjarlægð frá heimili hans, kom hann að konu sinni látinni í rúminu. Værðarvoðirnar í rúminu voru breiddar kyrfilega yfir hana, alveg upp að höku. Hann hafði reynt að vekja hana, en þá hafði hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.