Úrval - 01.05.1968, Side 129

Úrval - 01.05.1968, Side 129
HRÆÐILEGU MENNIRNIR TÍU . . . . 127 komizt að því, að höfuðkúpan var brotin. Það leit út fyrir, að hún hefði orðið fyrir mjög þungu höggi. En það fannst ekkert líklegt vopn á staðnum. Fj arvistarsannanir allra þeirra, er gátu hugsanlega átt aðild að þessu, höfðu verið rannsakaðar gaumgæfilega, þar á meðal fjarvist- arsönnun eiginmannsins. En það virtist ekkert vera athugavert við þær. Ekkert hafði verið eyðilagt þar á bænum og engu stolið, svo að það kom ekki til greina, að þarna væri um rán að ræða. Mannings lagði síðan af stað í lest til Wales ásamt Jack Fuller, aðstoðarmanni sínum. Mannings hafði alizt upp í dal þar skammt undan, svo að hann var gerkunn- ugur lífsháttum íbúanna á þessum slóðum. Fyrst athugaði hann allar aðstæður á bænum, en síðan ræddi hann við lækninn, sem hafði fram- kvæmt líkskoðunina. Læknirinn skýrði honum frá því, að konan hefði látizt um hádegisbil. En lík- ið hafði stirðnað síðar en ella vegna þess að værðarvoðirnar, sem voru kyrfilega breiddar yfir það, höfðu tafið fyrir kólnuninni. Mannings kom nú á laggirnar rannsóknarbækistöð til rannsóknar í máli þessu, en slíkt er nefnt „Morðskrifstofa“ á máii starfs- mannannan hjá Scotland Yard. Þar þakti hann alla veggi með kortum af morðstaðnum og næsta umhverfi hans, þar sem sýndar voru allar leiðir, er lágu að býlinu. Þar voru einnig myndir af fólki því, sem mál þetta snerti, og einnig myndir af næstum hverjum ferþumlungi býlisins og útihúsanna. Hann athugaði síðan þessi vegg- kort sín mjög vandlega til þess að reyna að ákvarða, hvaða leið eigin- maður hinnar látnu væri vanur að hjóla til vinnu sinnar. Síðan vó hann og mat allar þær upplýsingar, sem hann hafði um morðvopnið. Hann reyndi að ákvarða stærð þess og þyngd. Og hann fékk járnsmið til þess að smíða járnstöng af svip- aðri stærð og þyngd. Með stöng þessa í hendi sér tók hann sér stöðu á ýmsum stöðum á miðjum veginum, sem hann áleit, að eiginmaðurinn færi um til vinnu sinnar. Svo kastaði hann henni inn á akrana og bithagana sitt hvorum megin vegarins. Hann kastaði henni eins langt og honum var frekast unnt. Hann merkti síðan staðina, þar sem stöngin kom til jarðar. Síð- an lét hann lögregluþjóna mynda langa röð og lét þá þaulleita á svæði þessu beggja vegna vegarins. Og um hálfri annarri mílu vegar frá býlinu fannst einmitt morð- vopnið, sem leit næstum alveg eins út og stöngin sem Mannings hafði látið smíða. Prófanir í rannsóknarstofu sýndu svo að stöngin hafði verið smíðuð í járnsteypunni, sem eiginmaður hinnar látnu starfaði í. Þegar Mannings hafði fengið þær upplýs- ingar, kallaði hann manninn á sinn fund. Maðurinn viðurkenndi að hafa fengið stöngina í járnsteypunni, en hann sagðist eingöngu hafa ætlað að nota hana sem fleyg til hjálpar við að kljúfa í sundur trjáboli til eldiviðar. Hann sagði, að sá, sem drepið hefði konu hans, hlyti að hafa fundið stöngina á bænum og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.