Úrval - 01.11.1968, Page 9

Úrval - 01.11.1968, Page 9
NÁTTÚRUVERND í NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAGI 7 góður það árið. Örfáar snæuglur í Ódáðahrauni, nokkrir haftirðlar í Grímsey og fálkanum fer fækkandi. Utlendingar kvarna niður stjörnu- steina í Teigarhorni, merkilegustu zeolítanámu í Evrópu og surtar- brandur kann senn að ganga til þurrðar á Brjánslæk. — Við veiði- vötnin á hálendinu er sumsstaðar rekin ránveiði með þeim furðulega hætti, að fallegur vatnafiskurinn er látinn liggja rotnandi í kösum á vatnsbökkunum. Allt ber þetta að einum brunni. Það þarf nýja náttúruverndarlög- gjöf á íslandi og það þarf sterkt almenningsálit henni til stuðnings. Náttúruverndarinnar bíða mörg og vaxandi verkefni, því að á síð- ustu áratugum hefur vinnudagur- inn stytzt, frídögum fjölgað og af eðlilegum ástæðum sækja bæjarbú- arnir meira út í náttúruna. Áður var vinnuvikan 60—70 klukku- stundir, en nú er hún sumsstaðar aðeins 40—45 stundir og þriðji hver dagur ársins frídagur. Bætt lífs- kjör og aukinn farkostur gera og almenningi frídagana auðvelda til ferðalaga. ■—• Byggðin á eftir að þéttast og fólkinu að fjölga. Mann- virkjagerðin eykst, fleiri vatns- virkjanir, vegir og flugvellir, hafn- armannvirki á nýjum stöðum. Öllu þessu fylgir mikil efnistaka og jarðrask. Víst eru þetta flest nauð- synjaframkvæmdir, sem eiga að bæta lífskjör og auka lífsþægindi fólksins, en ekkert af þessu má þó rista ör í ásjónu íslands. — Þá eru það vatnsbólin. Verndun þeirra og hins tæra íslenzka lindavatns er líka mikið hagsmunamál fyrir borg- arana. Þessari tegund náttúru- verndar er nú gefinn sérlegur gaumur víða um lönd og er bráð nauðsyn, að ekki sé látið arka að auðnu í þeim efnum hér á landi. SAMSTILLING MANNS OG LANDS Við höfum hlotið þetta fagra land í arf. Við berum ábyrgð á að skila náttúru þess óspilltri í hendur komandi kynslóða. Við verðum að vekja samstillingu milli manns og lands. Að læra að líta á náttúruna, sem eitthvað lifandi, jafnvel eitt- hvað heilagt. Mannvinurinn og náttúruunnand- inn Friðþjófur Nansen skrifaði ein- hversstaðar í dagbókum sínum um náttúruna, sem „hvíldarstað fyrir hina brennandi mannssál." Og Dagur Hammerskjold mælti þau orðin: „Nú eru fjallheimar að opnast. Og það þarf að ljúka þeim upp fyrir fjöldanum. En jafnframt verðum við að gæta þess, að þá verði engu spillt.“ — Og hann bætti við: „Við þurfum að gera fjöllin að friðlandi og griðastað, þar sem við njótum frístunda okkar, án þess að komandi kynslóðir glati tækifæri til þess að upplifa þar einveru, kyrrð og hvíldina, sem auðnin ein veitir.“ Hér þurfa forustumenn í félags- málum, ríkisvaldið og sveitastjórn- ir að mörgu að hyggja. Þeim er mikil ábyrgð á höndum. Ég veit, að á öðrum sviðum er þeim ljóst, hversu verðmætir þeir hlutir eru margir hverjir, sem rekur á þeirra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.