Úrval - 01.11.1968, Side 21

Úrval - 01.11.1968, Side 21
FRIEDRICH NIETZSCHE 19 út gegn trú og siðum og hann skrif- aði fyrstu þrjár bækur sínar. Um svipað leyti varð hann var vaxandi andlegrar einangrunar. Fáir skildu kenningar hans, flestir létu þær sig engu skipta. Enda þótt hann hefði mikla þörf fyrir vináttu, átti hann fáa vini, og engan andlegan jafn- ingja. Aðdáun hans á Wagner breyttist í viðbjóð á manninum og verkum hans. Hann tók þátt í fransk-prússneska stríðinu sem hjúkrunarmaður og varð eftir það sjúkur maður, sem hafði andstyggð á öllum hernaði. Eftir tíu ára veru í Basel neyddist hann til að segja af sér prófessorsembættinu vegna alvarlegra veikinda, sem lögðust einkum á augun og heilann. Nietzsche hélt áfram að rita um heimspeki sína næstu árin og skýra hana, en bilið milli þess, sem hann var sjálfur og hins, sem hann vildi vera, breikkaði stöðugt. Hinar ofsa- fengnu kenningar hans voru í mót- sögn við alla framkomu hans. Það var langt því frá að hann gæti brot- ið viðteknar siðvenjur á bak aftur — hann gat meira að segja ekki losað sig undan áhrifavaldi móður sinnar og systur. í stað þess að vera miskunnarlaus, eins og hann kenndi í ritum sínum, var hann mjög nær- gætinn maður, og vildi ekki gera einlægum kristnum mönnum neitt til miska. Samt hélt hann áfram að leita þess, sem hann taldi sannleik- ann, og predika hann. Þessi barátta hlaut að enda með skelfingu fsrrir svo gáfaðan og til- finninganæman mann. Hann missti heilsuna í ársbyrjun 1889, en nokkru áður var farið að bera á geðveikl- un hjá honum. Hann hafði skrifað ofstækisfull bréf, þar sem hann m.a. hótaði að myrða keisarann og önn- ur undirritaði hann „hinn kross- festi“. Þá var það dag nokkurn að hann sá ökumann fara illa með hest sinn. Nietzsches vafði örmun- um um háls hestsins — þjáður mað- ur faðmaði þjáningarbróður sinn — brast í grát og féll meðvitunarlaus á götuna. Það er ekki auðvelt að skýra þetta atvik, en það getur verið, að sá þáttur persónuleika hans, sem „of- urmennið hafði bælt niður, hafi brotizt þarna fram. Nietzsche náði aldrei heilsu eftir þetta og skrif- aði ekki fleiri bækur. Hann lifði í nítján mánuði sem hjálparvana sjúklingur og var hjúkrað af móð- ur sinni og systur. Hann lézt úr lungnabólgu árið 1900 og var graf- inn í þorpskirkjugarðinum, þar sem forfeður hans hvíldu. Ef til vill leið honum líka bezt þar að lokum. Ráðningarstjórinn segir við umsækjandann: „Sko, áætlun okkar um launahækkun fyrir aukin afköst er mjög einföld. Ef yður verða á mistök einu sinni, eruð þér búinn að vera.“ Kona spyr prest í hanastélsveizlu: „Hver er köllun yðar.........mann- réttindi, fátækt eða friður?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.