Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 22
Við höfðum lagt af stað, akandi frá Casablanca í kvöldkyrrð
undir mánabjörtum himni, og höfðum ekki annað í huga
en ferðalagið, og ef til vill eitthvert smávegis daður. En það hafði
dregið upp skýjaslœður utan af Atlantshafi, og hin skíra,
sifraða birta hafði. vikið fyrir gráum, skuggalegum ókunnugleika.
Atburður
í eyðimörkinni
Eftir W. N. TEMPLETEN
Ég var að smáskotra
augunum til stúlkunn-
V ar, sem var í fylgd með
mér. Mér fannst eitt-
hvað svo unaðslegt að
sjá hvað hún var smávaxin þar sem
hún skoppaði við hlið mér, ber-
fætt með léttiskóna í hendinni og
svo stuttstíg, að hún varð alltaf að
vera að hálfhlaupa til þess að hafa
við löngum óreglulegum skrefum
mínum. Það vaknaði hjá mér ein-
hver vorkunnsemi til hennar, og
sú tilfinning varð sem snöggvast,
óttanum yfirsterkari. Ég sagði við
hana: „Ég hef farið með þig út í
þennan voða. Mér þykir það verst.“
„Þetta er ekki svo alvarlegt",
sagði hún eins og ekkert væri um
að vera, og ég spurði mig hvort hún
gerði sér nokkra grein fyrir hvað
það var, sem nú virtist bíða okkar.
Það var ekki full vika síðan við
höfðum sézt í fyrsta sinn, svo að
kunningsskapur okkar var rétt að
byrja. Hún var fínleg og grönn,
suðræn eða miðjarðarhafsleg í út-
liti, en hún bjó yfir einhverri
seiglu og þreki framyfir hið venju-
lega. Hún var fædd þar í Marokkó,
en foreldrar hennar voru Baskar.
Þau voru úr hópi evrópskra land-
nema ,og hlutu því að verða að
horfast í augu við það að jörðin
yrði tekin af þeim, þó að þau og
þeirra foreldrar hefðu byggt hana
og yrkt í fjörutíu ár. Hún var búin
að segja mér að hún héti Gazella,
20
Das Beste