Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 24

Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 24
22 ÚRVAL gert mér neina von um að rata þangað sem vagninn var. Ég vissi ekki, hvort við vorum aftur komin yfir djúpa lækjarfarveginn, sem við höfðum hlæjandi rennt okkur nið- ur eftir skömmu áður, meðan við vissum ekki af neinum háska. Og yztu húsin í borgarjaðrinum í Casablanca, þar sem bjargar var fyrst að vænta, voru í margra kíló- metra fjarlægð. Ég vætti varirnar hvað eftir annað með tungubrodd- inum, en þær þornuðu jafnóðum af óttanum sem í mér var. Mennirnir fóru nú djarflegar en áður, og hirtu varla um að leyna ferð sinni. Það hlýtur að hafa ver- ið auðvelt að miða á okkur þar sem okkur bar við blikandi haf- flötinn. En það var ekki ósenni- legt, eftir því sem ég hafði heyrt, að slíkir sem þessir hefðu ekki önn- ur vopn en hnífa og kylfur. Mér varð illt við, þegar ég hugsaði til skammbyssu minnar, sem ég hafði í fyrirhyggjuleysi látið af hendi til varðveizlu á flugvellinum. Og kink- að kolli brosandi til varðmannsins um leið, því að það gat orðið vara- samt fyrir útlendinga að hafa slíkt í fórum sínum, ef upp kæmist! Enn komu mér í hug ógurlegir atburðir sem áttu að hafa gerzt. Mér varð hugsað til Gazellu. Marg- faldar nauðganir voru eitt af því, sem gerzt gat, og morð þar á ofan, af hendi þessara stigamanna, sem mér töldust vera þrír eða fjórir. En áður mundi ég fá að heyra hljóðin frá henni. Mér lá við að örvænta yfir vanmætti mínum. Mér fannst andstyggilegt að fara að biðja fyr- ir sjálfum mér, en það hvarflaði að mér að biðja fyrir Gazellu. En bænagerðir urðu smáar og fátæk- legar. Sjálfur bjóst ég við að verða keflaður og múlbundinn. Dræpu þeir ekki fórnardýr sín, var sagt að þeir stingju í augun með hnífi, til þess að verða ekki endurkennd- ir. Tunguskornir höfðu meiin líka verið í samskonar tilgangi. Ég fann hvernig munnurinn í mér skræl- þornaði og tungan leitaði eins og til og frá. Eftir nokkrar mínútirr yrði ég ef til vill orðinn að mátt- lausum vesalingi. Hjartað barðist óreglulega og ég átti erfitt um andardrátt. Ég hægði gönguna. Stúlkan leit til mín. Grá- leitt skinið glampaði í augum henn- ar, spurulum og glaðvakandi. Þá stóðu þeir allt í einu og eins og fyrirvaralaust frammi fyrir okk- ur: þrír þreklegir, hávaxnir Arab- ar á urigum aldri í evrópskum flíkum, sem fóru þeim fáranlega illa. Það mátti sjá, þó að ljósglæta væri dauf og ógreinileg, að heift brann í augum þeirra. Við geng- um seint og hægt í átt til þeirra, eins og um hátíðlega athöfn væri að ræða, beint framan að þeim og staðnæmdust. Það lagði af þeim lykt, ramman reykkenndan þef, svo að mér sló fyrir brjóst. Við stóðum grafkyrr og sögðum ekki orð. Það fór hrollur um mig þegar ég kom auga á langa skurð- hnífa, sem tveir þeirra báru sér við belti. Maðurinn sem var í mið- ið, var stærri en hinir og auðsjáan- lega fyrirliðinn. Hélt hann á löng- um skurðhníf í hendinni sem þegar hafði verið lokið upp, og glampaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.