Úrval - 01.11.1968, Page 32
30
ÚRVAL
Þó þetta séu tígrisungar vega þeir aö minnsta kosti 150 kg. Á síöunni til
Juegri: Rándýr eru í eöli sínu einstaklingssinnar, en þó er hægö aö kenna
þeim aö vinna í hóp, jafnvel þó dýratemjarinn sé hvergi nálcegur.
hreyfing getur vakiS gremju hjá
dýrunum og dýratemjarinn verður
að fylgjast mjög vel með því, að
ekkert dýrið trufli taktinn, ef svo
má að orði komast. Árangurinn af
margra mánaða erfiði dýratemjar-
ans birtist í því, hve auðveldlega
honum tekst að stjórna dýrunum.
Hann getur stjórnað 18 hestum í
einu eins og hljómsveitarstjóri
stjórnar heilli hljómsveit með tón-
sprota sínum.
Rándýr verða strax gripin
grimmdaræði, ef dýratemjarinn
hrasar eða liggur varnarlaus fyrir
fótum þeirra. Veiðihvöt rándýra
vaknar, þegar þau sjá einhvern
detta og liggja ósjálfbjarga á jörð-
inni. En þau geta líka orðið hrædd,
þegar slíkt kemur fyrir, og ef þau
missa stjórn á sér, er dýratemjar-
inn í mikilli lífshættu.
Dýrasálfræðingurinn Heini Hedi-
ger í Sviss hefur komið fram með
vísindalega kenningu varðandi
tamningu dýra. Hann heldur því
fram, að góð tamning sé í rauninni
leikur, háður aga. Kenning hans
byggist á þeirri staðreynd, að leik-
ur er aðeins mögulegur í afslöpp-