Úrval - 01.11.1968, Page 37
DÝRASÝNINGAR í SIRKUS
35
Fíllinn er ekki eini þykkskinningurinn, sem getur lcert sirkuslistfir, þótt hann
sé töluvert liðurgri en flóShesturinn.
búrsins, grípur dýrið til nauðvarn-
ar og ræðst á svipuólina, en til þess
að ná til ólarinnar, verður þaS að
klifra upp á pall, sem því er ætlað
að sitja á. Þá er svipan dregin til
baka, en dýrið situr eftir á pallin-
um eins og til var ætlazt.
Skyndilega er allt í friði og ró í
búrinu. Maðurinn, sem áður stóð
álútur og sveiflaði svipunni, reisir
sig nú upp, lætur vel að dýrinu og
kallar það gælunöfnum. Eftir marg-
ar endurtekningar, kemst ljónið eða
tigrisdýrið að þeirri niðurstöðu, að
bezt sé að stökkva strax upp á pall-
inn, þegar það kemur fyrst inn í
búrið. Á pallinum finnur það líka
til öryggis. En sýningin krefst þess,
að dýrið fari niður af pallinum hvað
eftir annað og taki sér nýja stell-
ingu. Þá hefst leikurinn með fjar-
lægðirnar að nýju, og að hann skuli