Úrval - 01.11.1968, Side 43
Allar sólir eru hnattlaga og öll efni í þeim í loftkenndu ástandi
(vegna hitans, en af efnum er þar nœr eingöngu helíurn og
vetni. Þœr hrenna þeim loga sem vetnissprengjan hrennur
(ef loga mætti Jcalla).
SÓLIN
Allar stjörnur eru sólir,
g£E2y|i og sólin er ekki annað
WkUW/Af en ein stjarna meðal
milljarða annarra, og
twNNR engin þeirra stendur
föst á sama stað eins og fyrrum var
ætlað, heldur hreyfist hver þeirra
samkvæmt því náttúrulögmáli sem
öllu er áskapað. Stjörnugeimurinn
er stærri en svo að nokkur maður
geti sett sér það fyrir hugskotssjón-
ir. En þó að hver sól fyrir sig sé á
hreyfingu, breytist ekki afstaða
hverrar þeirra til annarrar svo
greint verði héðan nema aldir líði.
Þær hópast saman í heildir, sem
kallaðar eru vetrarbrautir og er
ljósið um 100 þúsundir ára að fara
gegn um hverja þeirra, en milli
vetrarbrauta (af þeim er ótölulegur
grúi) er margfalt lengri leið. En
sólin virðist okkur meiri og stærri,
bjartari og heitari en nokkur stjarna,
eingöngu vegna þess hve miklu hún
er nær. Samt eru tii miklu stærri
sólir en hún, og nægir að nefna pól-
stjörnuna, sem hefur sexfalt þver-
mál á við sól okkar, og Betelgeuse
í Oríon, sem hefur það 350-falt.
Raunar eru margar sólir minni og
kallast hinar minnstu dvergsólir, en
sól okkar er í meðallagi stór.
Allar sólir eru hnattlaga og öll
efni í þeim í loftkenndu ástandi
(vegna hitans), en af efnum er þar
nær eingöngu helíum og vetni. Þær
brenna þeim loga sem vetnis-
sprengjan brennur (ef loga mætti
kalla). Stjörnufræðingar hafa mælt
með furðulegri nákvæmni stærð
41