Úrval - 01.11.1968, Page 47
BESSÁSTAÐIR
Eftir TRYGGVA GÍSLASON, lektor. Útvarpsþáttur fluttur 30. júní 1968
R<iflHlfc¥A'OT Bessastaðir á Álftanesi
I|I|mJkm«j eru í hinu forna land-
námi Ingólfs Arnarson-
MKÍcfiA ar> 3em var fræSastui'
wHbSMÍ allra landnámsmanna,
að því er Ari fróði segir, af því að
hann kom að auðu landi og byggði
það fyrstur. Úr hinu miklíi land-
námi sínu, er náði, „milli Ölfusár
og Hvalfjarðar fyrir utan Brynju-
dalsá... og öll nes út,“ lét Ing-
ólfur menn fá lönd. Einn hlaut
Álftanes allt, frá Hraunsholtslæk,
sem rennur úr Vífilsstaðavatni í
Arnarnesvog, að Hvassahrauni, ofan
Hafnarfjarðar.
Sá, sem nam Álftanes, hét Ás-
björn Özurarson, bróðursonur Ing-
ólfs. Bær hans er sagður hafa heitið
á Skúlastöðum, en það bæjarnafn er
ekki lengur til í hinu forna Land-
námi Ásbjarnar milli Hraunsholts-
lækjar og Hvassahrauns, en í hraun-
inu undir Lönguhlíðum, suðaustan
Hafnarfj arðar, heitir lítill grasgeiri
Skúlatún og hraunið þar norður af
Eimreiðin
45