Úrval - 01.11.1968, Síða 50

Úrval - 01.11.1968, Síða 50
48 ÚRVAL land, en herforingjarnir höfðu að- setur sitt á Bessastöðum. Ymsir valdamenn, er sátu á Bessastöðum á ofanverðri 16. öld, voru stjórnsamir, og var þar á ýmsa lund höfðingsskapur og stór- mennskubragur. Meðal þessara manna var Páll Stígsson, sem var mikill fyrir sér og stjórnsamur höfðingi, trúmaður og framfara- maður á sína vísu, en siðavandur og harður, eins og stóridómur hans frá 1564 sýnir. Páll Stígsson and- aðist á Bessastöðum í maí 1566 og var jarðsettur fyrir framan altarið í Bessastaðakirkju, sem þá var. Sá steinn er enn í kirkjunni, og á hon- um er mynd af Páli í hertygjum og skjaldarmerki ætta hans í hornun- um, og á steininum er Páll kallaður kóngsins af Danmörku befalings- maður yfir íslandi. í upphafi 17. aldar sat á Bessa- stöðum Herluf Daa hirðstjóri, er var ævintýramaður, er hafði farið víða, verið í Hollandi og á Spáni og í hernaði á móti Tyrkjum. Hann stýrði herskipum og varð aðmíráll, en ævi sinni lauk hann í Kaup- mannahöfn, fátækur maður og for- smáður. Á eftir honum kom hér Friðrik Friis, mikilsháttar maður, er virð- ist hafa haft í hyggju ýmsar um- bætur á landsmálum. En hann tók sótt í hafi á leið til íslands og and- aðist þremur nóttum eftir að hann steig á land á Bessastöðum, og var þar jarðsettur. Síðar létu ættingjar hans grafa hann upp og flytja til Danmerkur. Árið 1627 komu til íslands sjó- ræningjar frá Alsír, er íslendingar kölluðu Tyrki. Komu þeir að landi á Djúpavogi, í Grindavík og Vest- mannaeyjum, drápu fólk og rændu. Eitt skipanna kom á Seyluna við Bessastaði og strandaði þar. íslend- ingar, sem þá voru á Bessastöðum, vildu leggja að skipinu og leysa úr haldi íslenzkt fólk, sem um borð var, en höfuðsmaðurinn, Holger Rosenkranz, þorði ekki, og hlaut af mikið ámæli, en ræningjarnir sluppu. Um 1639 kom hingað til lands Henrik Bjælke og varð höfuðsmaður á Bessastöðum og lénsmaður. Hann eignaðist hér margar jarðir, varð vellríkur og lánaði konungi sínum fé. Árið 1662, í tíð Henriks Bjælkes, urðu hér á landi atburðir, sem lengi var minnzt. Það var í Kópavogi mánudaginn 28. júlí, að Bjælke höf- uðsmaður tók hyllingareiða af full- trúum landsmanna, sem þar rituðu undir hina nýju einveldisskuldbind- ingu til handa Friðriki konungi þriðja, arfakóngi íslendinga. Ætl- unin hafði verið að taka hyllingar- eiða af mönnum á Bessastöðum, en höfuðsmaður tafðist á ferð sinni, og stefndi mönnum í Kópavog, en þar voru fyrir danskir hermenn. Eftir eiðtökuna hélt höfuðsmaður ágæta veizlu í stóru tjaldi, 9 faðma löngu. Hafði hann þar hlj óðfæraslátt mik- inn, og var leikið á trómetur, fíól og bumbu, og léku sex trómetarar. Þrjár fallbyssur voru 1 Kópavogi, og var skotið af þeim, en herskipið á Seylunni svaraði skotunum. Um nóttina var skotið flugeldum, en veizlan stóð lengi nætur. Síðast á 17. öld urðu breytingar á skipulagi landsstjórnar á íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.