Úrval - 01.11.1968, Page 52

Úrval - 01.11.1968, Page 52
50 ÚRVAL og á þeim árum var Einar H. Kvar- an þar eitt sinn árlangt, og þar lauk hann við skáldverk sitt Sögur Rann- veigar. Árið 1927 keypti Björgúlfur Ól- afsson læknir Bessastaði fyrir 120 þúsund krónur, og þar skrifaði hann bók sína frá Malajalöndum, um dvöl sína á Jövu og Borneó. 1940 keypti Sigurður Jónasson lögfræðingur og fyrrum forstjóri Tóbakseinkasölu ríkisins Bessastaði, sem hann ætlaði til búrekstrar og verksmiðjurekstrar. Gerði hann miklar jarðabætur, og urðu Bessa- staðir mikil bújörð í tíð hans. Þegar ríkisstjóraembætti var stofnað árið 1940, var nokkur óvissa um það, hvar ríkisstjóri skyldi búa. Þá kom fram sú tillaga, að ríkis- stjóri sæti að Bessastöðum. Hermann Jónasson forsætisráðherra spurðist þá fyrir um það hjá eigandanum, hvort hann vildi selja Bessastaði til þessara nota. Sigurður Jónasson bauðst þá til að afhenda ríkinu Bessastaði að gjöf, og var því boði tekið. Síðan 1944 hafa Bessastaðir á Álftanesi verið aðsetur forseta ís- lands, herra Sveins Björnssonar og herra Ásgeirs Ásgeirssonar. Þang- að hefur verið litið með virðingu og stolti. Aðalheimild: Vilhjálmur Þ. Gísla- son: Bessastaðir, Reykjavík 1947. „Da capo“. Vinur minn var að ganga að eiga konu, sem átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Krakkarnir, sem voru 4 til fimm ára gömul, voru hinir mestu órabelgir, og voru þau viðstödd athöfnina með ömmu sinni. Þegar hjónavígslan var í þann veginn að byrja, heyrði ég ömmu gömlu segja: „Ef þið krakkarnir setjizt ekki og hegðið ykkur eins og mann- eskjur, s'kal ég ekki taka ykkur með mér í næsta skipti!“ Danny M. Peters. Tímans tönn. Tíminn hafði sannarlega herjað á gamla gagnfræðaskólaárganginn sem safnaðist á 25 ára brottskráningarafmæli sínu í gistihúsi einu í Omaha. Undrunarhróp kváðu við í salnum, þegar við þekktum hvert annað af nafnspjöldum, sem við bárurn i barminum, en á spjaldinu var mynd af okkur, sem tekin hafði verið, þegar við útskrifuðumst. Skyndilega kom ég auga á andlit í fjarska, sem, ég þurfti ekkert nafn- spjald til þess að þekkja. „Rudy!“ hrópaði ég og tróðst áfram til hans. „Þú hefur bara ekkert breytzt." „Jæja, var það ekki?“ sagði hann íbygginn og hneigði sig fyrir mér. Og svo tók hann ofan hárkoiluna. Nancy Schwieder.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.