Úrval - 01.11.1968, Page 74
Sá sem þarjnast læknis skyndilega
um miðja nótt, getur þurft að bíða
langar og erfiðar stundir þangað til næst
í lœkninn — nema hann búi í
Stokkhólmi eða þá einhverri þeirra
þrjátíu annarra borga í Evrópu
sem komið hafa upp hjá sér þvílíkri
neyðarhjálp.
Neyðarhjálp
að næturlagi
Eftir OSCAR SCHISGALL
Klukkan tvö að nóttu
hringdi ungur, kvæntur
Svíi í númerið 90.000 í
Stokkhólmi. Konan
hans reyndi eftir mætti
að sefa reifabarnið, sem æpti af
sársauka. Um leið og hann heyrði
að svarað var, tók hann orðið: „Við
þurfum að ná í lækni. Litla barn-
ið. . . .“ Meira þurfti ekki við, því
að smellur heyrðist í símtólinu, og
síðan heyrði hann skæra kven-
mannsrödd.
90.000 er neyðarnúmerið í Sví-
þjóð vegna bruna, líkamsárása,
slysa, og hvers sem er. í þetta sinn
hafði orðið læknir nægt til þess að
undireins var gefið samband við
læknavarðstofu.
Konan sem tók við neyðarkall-
inu var ein þeirra hjúkrunarkvenna,
sem jafnan eru að starfi í símamið-
stöð Neyðarhjálparinnar. Hún
spurði eftir nöfnum og heimilis-
fangi fjölskyldunnar, aldri barns-
ins og hvað þau héldu að væri að
því. Að því loknu sagði hún: „Við
sendum ykkur lækni.“
„En hvenær?“ spurði faðirinn.
„Barnið hljóðar af kvölum.“
„Gangið niður að útidyrunum og
opnið þær,“ svaraði hjúkrunarkon-
72
Das Beste