Úrval - 01.11.1968, Page 78

Úrval - 01.11.1968, Page 78
76 ÚRVAL Rue d'Alésia með símanúmerinu SOS 77-77. Læknar neyðarhjálparinnar í París, sem flestir eru enn á náms- stigi, taka 50 franka fyrir hverja vitjun. Kostnaðinn við fyrirkomu- lagið verða þeir sjálfir að bera, og fer því þó nokkur hluti borgunar- innar til þess. „SOS-næturlæknir- inn“ starfar á næturnar og á sunnu- dögum og helgidögum. Þegar nokkrir læknar úr brezka læknafélaginu ætluðu að stofna til samskonar neyðarhjálpar, urðu þeir að standa í stímabraki út af gömlu fyrirkomulagi sem lengi hafði stað- ið, og eftir skoðun sumra lækna, var hið allrabezta fyrirkomulag, sem allar þarfir uppfyllti á ákjósanleg- asta hátt. Ef læknir brá sér til dæmis í sumarleyfi, bað hann einn eða fleiri af kunningjum sínum í ladknastétt að taka við sjúkl- ingum sínum. En með þessari aðferð varð álagið á einstökum læknum allt of mikið — hjá mörg- um þeirra um sextíu til áttatíu vitjanir á dag, eða nærri því ofur- byrði þreki þeirra. Nokkrum læknum í Sheffield virtist þetta óæskilegt, bæði vegna sjúklinganna og læknanna. Þeir leit- uðu til tíhristófens Manns, yfir- manns símamála í borginni, um það hvort ekki mundi vera hægt að koma á hentugu fjarskiptasambandi milli lækna í borginni, sem vildu taka á sig sameiginlega aukastörf fyrir fjarverandi lækna. Þetta komst á, og auk þess hag- ræðis sem varð að því, eftir því sem til var ætlazt, sparaði það mikið fé þegar neyðarhjálpinni var komið á nokkru síðar, því að þá var þegar fyrir hendi fjarsímakerfi og var allt komið í samband við leigubifreiðir, sjúkrabifreiðir og slökkvilið. Og það var fljótlegt að setja símatækin í vagna læknanna. Fyrirkomulagið frá Sheffield var árið 1965 gert að almennri neyðar- hjálp á vegum brezka læknafélags- ins, og hafa margar aðrar borgir síðan tekið það upp. Einhver fljótvirkasta og örugg- asta neyðarhjálpin, sem ég hef kom- izt í kynni við, er þó í Madrid. Mið- stöð hennar er í Residencia Sani- taria de la Paz, og er hún á vegum almannatrygginga. Þar er salur sem skipt er milli tíu miðlunardeilda. I hverri slíkri deild situr símavörður og er hann í sambandi við vagnana sem eru á ferð um þann bæjarhluta sem honum er skipaður. Vagnarnir eru hvítmálaðir og í hverjum þeirra eru ökumaður, læknir og hjúkrunarmaður. Einnig er þarna allt tiltækt til hjálpar í viðlögum, þar á meðal súefnisgeym- ar og blóðplasmi. Auk vagnanna sem eru á ferð um borgina, eru tveir eða þrír til vara, svo að það verða aldrei nema nokkrar mínút- ur sem sjúklingur þarf að bíða eftir vitjun. Meira að segja útlendir ferða- menn, sem verða veikir meðan á dvöl þeirra stendur, fá þarna bráð- fljóta meðferð sér að kostnaðar- lausu. Yfirmaður neyðarhjálparinn- ar, Dr. Gili Maluquer, sagði mér að upphaflega hefði verið ætlunin að annast aðeins um hina 710.000 sem greiða til almannatrygginga og um fjölskyldur þeirra. En brátt varð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.