Úrval - 01.11.1968, Page 78
76
ÚRVAL
Rue d'Alésia með símanúmerinu
SOS 77-77.
Læknar neyðarhjálparinnar í
París, sem flestir eru enn á náms-
stigi, taka 50 franka fyrir hverja
vitjun. Kostnaðinn við fyrirkomu-
lagið verða þeir sjálfir að bera, og
fer því þó nokkur hluti borgunar-
innar til þess. „SOS-næturlæknir-
inn“ starfar á næturnar og á sunnu-
dögum og helgidögum.
Þegar nokkrir læknar úr brezka
læknafélaginu ætluðu að stofna til
samskonar neyðarhjálpar, urðu þeir
að standa í stímabraki út af gömlu
fyrirkomulagi sem lengi hafði stað-
ið, og eftir skoðun sumra lækna,
var hið allrabezta fyrirkomulag, sem
allar þarfir uppfyllti á ákjósanleg-
asta hátt. Ef læknir brá sér til
dæmis í sumarleyfi, bað hann einn
eða fleiri af kunningjum sínum í
ladknastétt að taka við sjúkl-
ingum sínum. En með þessari
aðferð varð álagið á einstökum
læknum allt of mikið — hjá mörg-
um þeirra um sextíu til áttatíu
vitjanir á dag, eða nærri því ofur-
byrði þreki þeirra.
Nokkrum læknum í Sheffield
virtist þetta óæskilegt, bæði vegna
sjúklinganna og læknanna. Þeir leit-
uðu til tíhristófens Manns, yfir-
manns símamála í borginni, um það
hvort ekki mundi vera hægt að
koma á hentugu fjarskiptasambandi
milli lækna í borginni, sem vildu
taka á sig sameiginlega aukastörf
fyrir fjarverandi lækna.
Þetta komst á, og auk þess hag-
ræðis sem varð að því, eftir því sem
til var ætlazt, sparaði það mikið fé
þegar neyðarhjálpinni var komið á
nokkru síðar, því að þá var þegar
fyrir hendi fjarsímakerfi og var allt
komið í samband við leigubifreiðir,
sjúkrabifreiðir og slökkvilið. Og það
var fljótlegt að setja símatækin í
vagna læknanna.
Fyrirkomulagið frá Sheffield var
árið 1965 gert að almennri neyðar-
hjálp á vegum brezka læknafélags-
ins, og hafa margar aðrar borgir
síðan tekið það upp.
Einhver fljótvirkasta og örugg-
asta neyðarhjálpin, sem ég hef kom-
izt í kynni við, er þó í Madrid. Mið-
stöð hennar er í Residencia Sani-
taria de la Paz, og er hún á vegum
almannatrygginga. Þar er salur sem
skipt er milli tíu miðlunardeilda. I
hverri slíkri deild situr símavörður
og er hann í sambandi við vagnana
sem eru á ferð um þann bæjarhluta
sem honum er skipaður.
Vagnarnir eru hvítmálaðir og í
hverjum þeirra eru ökumaður,
læknir og hjúkrunarmaður. Einnig
er þarna allt tiltækt til hjálpar í
viðlögum, þar á meðal súefnisgeym-
ar og blóðplasmi. Auk vagnanna
sem eru á ferð um borgina, eru
tveir eða þrír til vara, svo að það
verða aldrei nema nokkrar mínút-
ur sem sjúklingur þarf að bíða eftir
vitjun.
Meira að segja útlendir ferða-
menn, sem verða veikir meðan á
dvöl þeirra stendur, fá þarna bráð-
fljóta meðferð sér að kostnaðar-
lausu. Yfirmaður neyðarhjálparinn-
ar, Dr. Gili Maluquer, sagði mér að
upphaflega hefði verið ætlunin að
annast aðeins um hina 710.000 sem
greiða til almannatrygginga og um
fjölskyldur þeirra. En brátt varð