Úrval - 01.11.1968, Side 80
Ef menn vilja fara varlega með hjartað, verða þeir að gœta þess,
að vera ekld í of miklum hita.
En í því sambandi þarf að beita nokkurn forsjálni
og notast við ýmis tœki.
Gætið hjartans og
haldið ykkur í svalanum
Eftir DONALD G. COOLEY
aFlestir eru þannig gerð-
ir, að ef þeim á að
líða vel, má lofthitinn
ekki vera of mikill. En
um við, eftir því sem læknar segja,
að gæta þess að valda ekki hjart-
anu óþarfa áreynslu. Hitinn eykur
mjög á erfiði hjartans. Samkvæmt
læknaskýrslum eru ýmiss konar
hjartaáföll miklu algengari þegar
hitabylgja gengur yfir en á öðrum
tímum.
Eins og við vitum, streymir ör-
lítið af líkamshitanum gegnum
húðina. En þegar lofthitinn og rak-
inn eru kæfandi, kælist líkaminn
fyrst og fremst með því að svitna.
Þegar svitinn gufar frá líkaman-
um, en streymir ekki út um húð-
ina í lækjum, kælist hann mest.
Þegar heitt er, anda hundar ótt
og títt til að losna við hita frá
lungunum. Menn geta stundum
einnig losnað við hita úr þeim, en
nákvæmar mælingar sýna, að þau
eru ekki alltaf vel til þess fallin.
Stundum kælast þau, þegar þess er
sízt þörf, en auka á líkamshitann,
er hann þyrfti að minnka.
Það er blóðrásin, sem fyrst og
fremst stjórnar líkamshitanum.
Þegar mátulega heitt blóð streymir
til hypothalmusins, sem er örlítil
taugamiðstöð í miðjum heilanum,
gerast margvíslegar efnabreyting-
78
Readers Digest