Úrval - 01.11.1968, Side 84

Úrval - 01.11.1968, Side 84
82 ÚRVAL Þórseðla. eins og hvalirnir, heldur skriðdýr. Er það hald manna, að krókódílar séu lítilfjörlegir afkomendur þeirra. En hvernig er unnt að vita, hvernig dýrin litu út með holdi og blóði, þar sem jarðlögin geyma ekki ann- að af þeim en nakin beinin? Þeir dýrafræðingar, sem lært hafa líf- færa- og líkamsfræði, þekkja nokk- urn veginn hlutföllin á milli beina og vöðva — vita, að þar sem bein- kambar hafa verið, hljóta að hafa verið sterkir vöðvar. Tennurnar gefa til kynna á hverju dýrið hefur lif- að, hvort skepnan hefur verið dýra- eða jurtaæta. Stærð og lögun út- lima skýra frá lifnaðarháttum og hvort dýrið hefur verið vatnadýr, fenjadýr eða þurrlendisdýr. Þegar dýrafræðingurinn er búinn að ljúka athugunum sínum, teiknar hann upp skepnuna í samræmi við þær. Það getur verið álitamál um eitt eða annað í útliti skepnunnar, en við því er ekkert að segja, enda senni- lega oftar en hitt um smáatriði að ræða. Skal nú nánar sagt frá þessum dýrum. Fyrst má nefna Brontosa.ur- us. Sú eðla hefur verið kölluð þórs- eðla á íslenzku. Beinagrindin af henni fannst fyrst í Colorado í nánd við Canyonborg, og var hún í jarð- lagi frá Júratímanum og gæti því verið 150—160 milljón ára gömul. Lengd beinagrindarinnar var um 20 metrar. Staðurinn þar sem beina- grindin fannst, var undir austur- hlíðum Klettafjalla. En þar er víð- áttumikið svæði, sem var auðugt af beinagrindum ýmissa skriðdýra og spendýra. Þórseðlan hefur verið gildvaxið og fremur klunnalegt dýr með fjóra fætur og tiltölulega há- fætt. Hvert fótspor þess reyndist vera um einn metri að flatarmáli. Hálsinn var langur og sterklegur, en höfuðið lítið, enda hefði þurft mikið vöðvaafl til að bera stórt höf- uð á svo löngum hálsi. Heilabúið hefur því verið lítið. Og ef gáfurn- ar fara eftir stærð heilans, þá hafa þær vissulega verið af skornum skammti hjá þórseðlunni. En til uppfyllingar var annar heili í hryggnum aftur á lend — tvöfalt til þrefalt stærri en heilinn í höfð- inu. Áætluð þyngd dýrsins er a.m.k. 30 smálestir. Svo að eðlan yrði ekki allt of þunglamaleg til gangsins. sá náttúran um að hafa holrúm í hryggjarliðunum og fleiri beinum án þess þó að rýra styrkleika bein- anna. Enda þótt menn gætu farið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.