Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 91

Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 91
RISADÝR FRÁ MIÐÖLD JARÐAR 89 menningi til sýnis. Steingerð fót- spor eðlunnar mældust 79 cm á breidd og 76 cm á lengd — mjög svo myndarleg spor! Önnur ráneðla, Gorgosaurus, 9 metra löng, var uppi seint á Krítartímanum. Mætti skíra hana hræeðlu, því að ætlað er, að hún hafi nærzt mikið á skriðdýra- hræjum. Annars var hún lík Tyran- nosaurus að mörgu leyti, en var öllu klunnalegar vaxin. Á framfót- unum voru aðeins tvær tær (á Tyr- annosaurus voru tærnar þrjár). Beinagrindur af hræeðlum hafa fundizt í Alberta-fylki í Kanada. Svanaeðlur lifðu í sjó og höfðu fisk sér til viðurværis. Búkurinn á þeim var lítill með fjórum bægsl- um, en hálsinn ægilega langur. með 76 liðum. Hafa eðlur þessar sett met í hálsliðafjölda, því engin önnur skepna, hvorki lífs né lið- in, hefur haft svo marga hálsliði. Stærstu tegundirnar urðu 13 metra langar. Ráneðlur, sem lifðu í sjó samtímis svanaeðlunum voru hin- ar svokölluðu hvaleðlur, er einnig hafa verið nefndar fiskeðlur (Icht- hyosauria). Munu þær hafa verið dreifðar um öll heimsins höf. Sum- ar þeirra hafa verið afar grimm rándýr, enda allt að 14 metrar á lengd með 200 beittar tennur í kjaftinum. Hvaleðlur höfðu fjögur bægsli, lóðréttan sporð og slétta húð. Þær fæddu unga, önduðu með lungum og urðu því að koma upp úr sjónum við og við til að anda. Ennfremur má nefna slöngueðlur. Það voru einnig ráneðlur og lifðu í sjó. Þær voru svipaðar slöngum að útliti, voru alþaktar hornhreistri og höfðu fjóra útlimi, sem líktust hreifum. Tennur höfðu þær margar og beittar. Lengd þeirra var um 10—15 metrar. Ekkert bendir til þess að slöngueðlurnar hafi verið for- mæður núlifandi slangna. Það er engu líkara en að skapara lífsins hafi ekki nægt að fylla höf og hauður af eðlum, sem margar hverjar höfðu hið fáránlegasta útlit, því á Krítartímanum eru þessi eðlu- kvikindi búin að fá vængi, og leggja nú leið sína um loftin blá, hópum saman. í fyrstu hafa flugeðlurnar verið smádýr, en þær hafa færzt fljótt í aukana, og voru í lok Krít- artímans orðnar að lifandi svifflug- um með átta metra breiðu væng- hafi. Beinagrindur slíkra flugdreka hafa fundizt í Kansas í Ameríku. Húð flugeðlanna var ekki fiðruð; hún var slétt og hreisturslaus. Og svo að líkaminn yrði sem léttastur, voru öll bein hol innan. Reiknað hefur verið út, að flugeðla með 7 metra breiðu vænghafi, hafi ekki farið yfir 15 kg að þyngd. Mörgum finnst það torráðin gáta, að allar trölleðlurnar skyldu deyja út á til- tölulega skömmum tima, því að við upphaf Tertiertímans, fyrir um það bil 60 milljónum ára, mátti heita að þær væru gersamlega horfnar af yfirborði jarðar. Ein helzta skýring- in á þessu er sú, að víðtæk lofts- lagsbreyting hafi valdið hér miklu um. í lok miðaldar tóku fjallgarðar að rísa, innhöf fjöruðu út og land- brýr mynduðust eða sukku í sæ. Við. það breyttist stefna hlýrra haf- strauma. í kjölfar þessara umbylt- inga kom róttæk gróðurbreyting, en margar risaeðlur voru jurtaætur. En það er staðreynd, að ævi risa-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.