Úrval - 01.11.1968, Page 98
96 ÚRVAL
Bókin „Lifandi dciuði til sölu (Heroin)“ eftir Alvin Moscow
er liin fyrsta ábyrga frásögn sinnar tegundar, frásögn manns, sem
aflaði sér sérþekkingar á þessu sviði.
Bók þessi flettir ofan af geysilega víðtœku og ógnvœnlegu
samsœri, alþjóðlegu samsæri. Eftir fjögurra ára rannsókn
og ýtarlegar viðræður við lögreglumenn í sjö lörndwm hefur
höfundinum tekizt að rekja nákvœmlega slóð raunverulegrar
eiturlyfjasendingar allt frá valmúaökrum Tyrklands til stræta
bandartskra borga. Ferill sendingarinnar hófst með kaupurn
500 kílóa af tyrknesku ópíum. IJr því var svo unnið morfín í
Sýrlandi, og þaðan komst það til Líbanon og yfir
Miðjarðarhafið til Frakklands, þar sem það var síðan hreinsað
og unnin úr því 50 kíló af hreinu lieroini. Maðurinn,
sem sá um sendingu eiturlyfsins til Ameriku, var Leon Levonian,
meðlimur geysistórs eiturlyfjahrings í Marseille. Hann
smyglaði 25 kílóum af eiturlyfinu inn í Bandarikin ásamt
Pierre Trigano, félaga sínum.
Þessi síðari hluti frásagnarinnar lýsir því, hvernig heroinið
er selt í Ameríku. Hann lýsir hættulegu njósna- og uppljóstrunar-
starfi leynilögreglumanna þeirra, sem beijast gegn
eiturlyfjasölunni og náð hafa undraverðum árangri í
viðureigninni við suma voldugustu glæpamenn veraldarinnar
og sýnt geysilegt hugrekki í því starfi sínu. Frásögnin er
hlaðin spennu■ eins og ósvikin njósnasaga, en samt er hún sönn.
Vegna lagalegra takmarkana og ákvæða hefur samt
öllum nöfnum verið breytt.