Úrval - 01.11.1968, Page 107

Úrval - 01.11.1968, Page 107
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 105 væri þjófur og uppljóstrari, sem var hálfu verra. Frankie vissi, aS hegningin fyrir slíkt var dauðinn sjálfur. Þess vegna hitti hann Pinto vikulega og talaði við hann. „Hvað er í fréttum?" spurði Pinto þegar Frankie gekk að borðinu hans á kaffihúsinu. Frankie var þögull sem snöggvast, og Pinto gerði sér grein fyrir því, að hann var að reyna að ákveða, hvort hann ætti að skýra frá vitn- eskju, sem hann bjó yfir, eða láta það vera. Hann mundi örugglega aldrei skýra frá þeirri vitneskju, ef hún snerti hans eigin glæpaflokk. En hann mundi álíta slíkt öruggt, ef slóðin lægi þannig burt frá hon- um sjálfum og klíkunni, sem hann tilheyrði, burt til annarra veiði- svæða. Pinto herti tökin á honum. „Jæja þá,“ sagði hann hryssingslega. „Ég get ekki haldið hlífisskildi yfir þér að eilífu. Húsbóndinn er farinn að þjarma að mér. Þú verður að veita okkur einhverjar upplýsingar, ella mun þitt mál nú verða tekið fyrir og hafa sinn gang.“ „Jæja þá, allt í lagi,“ svaraði Frankie. „Ég' heyrði um náunga einn í vikunni sem leið, og hann á að hafa tapað heldur betur í poker- spili. Einn af strákunum sagði mér frá honum. Hann segir, að hann verzli með lyf í Philadelphiu.“ „Heyrðirðu nafn þessa náunga?“ „Já, Jimmy Sicardo. Hann rekur einhvers konar klúbb í hverfinu Litla Ítalía í Philadelphiu.“ „Er það nokkuð fleira, sem þú getur sagt mér um hann? „Nei, ekkert fleira.“ Pinto fórnaði höndum með fyrir- litningarsvip. „Og þú býst við því, að ég fari að elta einhvern náunga vestur í Philadelphiu? Ég vil fá að vita, hvað er á seyði á þínu svæði. Þú verður að. komast að einhverju fyrir mig hérna í New York.“ Pinto var í raun og veru harð- ánægður með þessar upplýsingar. Hann ætlaði sér að halda áfram að þjarma að Frankie, þangað til hann vísaði honum veginn til húsbónda hans í Austur-Harlem, annaðhvort af frjálsum vilja eða af misgáningi. En hann vissi vel, að það var um að ræða starfsfélaga hans í Phila- delphiu, sem mundi áreiðanlega langa til að vita um Jimmy Sicardo. GILDRA FYRIR MILLIGÖN GUMANN Sá, sem vill selja heroin, verður að finna einhvern, sem er reiðu- búinn að kaupa vöruna. Og kaup- andinn þarf einnig að finna selj- anda. Þetta er lögmál, sem gildir í eiturlyfjaviðskiptum. Og hlekkur, sem þörf er á til þess að tengja þá saman, er kallaður „tengiliðurinn“. James Sicardo var einn bezti tengiliðurinn í gervallri Philadel- phiu. Hann var framkvæmdastjóri einkaklúbbs, þar sem misindismenn innan Mafiunnar og í tengslum við hana gátu safnazt saman, svo að lítið bæri á án þess að þurfa að óttast nokkuð. Sicardo þekkti þá alla. Síðdegis dag nokkurn sat Sicardo við skrifborð sitt og starði á gest einn, sem sat hinum megin við borðið. Hann hafði kynnt sig sem Mike Telano og sagðist vera eitur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.