Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 115

Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 115
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 113 Merlotti hafði þegar gert allar nauðsynlegar ráðstafanir viðvíkj- andi afhendingu þessari í símtali við Tony nebba. Nokkrum augna- blikum eftir að Angie var kominn upp í íbúðina, ók Tony bíl sínum inn í bílageymslu hússins. Hann lagði bíl sínum við hliðina á kádil- jáknum og það tók hann aðeins 15 sekúndur að koma 3 kílóum af heróini Levonians fyrir í farang- ursgeymslunni á bíl Angies. Hann skellti síðan lokinu í lás og gaf Merlotti síðan tafarlaust merki um, að afhending hefði nú farið fram án nokkurra vandkvæða. Merki þetta gaf hann með því að hringja á dyrabjöllu Merlottis í dyrasím- anum niðri. Svo ók hann tafarlaust burt. Nokkrum augnablikum síðar kom Angie aftur niður í lyftunni, steig upp í bíl sinn og lagði af stað til staðar þess, sem hann seldi hero- inið á. Það var blómabúð í austur- hluta Bronxhverfis í New York. Hann bjóst við að geta selt eitt kíló- ið þegar síðdegis sama dag bezta viðskiptavini sínum. Það var meiri háttar eiturlyfjasmásali í Harlem, maðurinn sem eiturlyfjaneytendur kölluðu Georgiu-Jack. 2500 POKAR AF „SPRENGIEFNI“ Hann strigsaði eins og hetja um Harlemhverfið, 6 fet á hæð, og sveiflaði til hrikalegum öxlum. Hann var klæddur skrautlegum, á- berandi fötum, og var illskuglampi í augum hans. í hinum svörtu ein- angruðu negrahverfum í Cleveland, Chicago og New York hafði hann lært að nota hnefana, hnúajárn, reiðhjólakeðjur, hnífa og að lokum byssur. Hann var orðinn þjófur 11 ára að aldri, vopnaður ræningi á strætunum 17 ára, og hann lenti í fangelsi í fyrsta sinn 22 ára gamall fyrir vopnað rán. 29 ára að aldri reyndi hann að komast undan eftir annað vopnað rán, sem hann hafði tekið þátt í. Og þá skaut hann á lögregluþjón á flóttanum og særði hann. Það kost- aði hann 14 ár í Sing Sing, og að þeim tíma liðnum tók hann flestum fyrrverandi föngum fram, hvað snertir alla vitneskju um undir- heima stórborganna og starfsaðferð- ir glæpamanna. Hann var risavax- inn maður, um 220 pund á þyngd, mesta hörkutól og mjög ýtinn. Hann sveifst einskis til þess að. ná því, sem hann vildi fá. Hann framdi rán með Clee bróður sínum suður í Mi- ami, og að því búnu sneri hann aft- ur til Harlem. Eftir 6 mánaða eiturlyfj asölu var hann orðinn ríkur maður. Hann hélt tvær ástmeyjar, sem bjuggu saman í einni íbúð. Hann ók nýjum, fjólu- bláum kádilják. Hann keypti aðeins silkinærföt og gekk aldrei í sömu jakkafötunum tvo daga í röð. Þessi svarti, fyrrverandi fangi græddi mest allra eiturlyfjakaupmannanna og tók enda á sig mestu áhættuna, meiri en allir aðrir, sem verzla með ólögleg eiturlyf, hvort sem það eru Tyrkir, Líbanonsbúar, Sýrlendingar, Armeníumenn, Korsíkubúar eða amerískir Mafiumenn. Georgiu-Jack var miðlari, þ,e. eins konar heildsali, sem birgir upp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.