Úrval - 01.11.1968, Side 119
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU
117
vottar að því, að eiturlyfjasala ætti
sér stað, og gátu þannig aflað sér
ókeypis sönnunar fyrir því, að glæp-
ur hefði verið framinn. Eiturlyfja-
stofnunin hafði ekki þurft að greiða
neitt fyrir þessa sönnun.
Nú höfðu þeir gert sér góða grein
fyrir hinu daglega lífi Tonys. Þeir
„fylgdu honum í rúmið“ á hverju
kvöldi og vöknuðu um sama leyti og
hann á morgnana. Þeir fylgdust með
öllum hans gerðum allan daginn. f
hvert sinn sem hann fór frá heimili
föður síns með pakka í fórum sín-
um, kom hann þeim á slóð nýs eit-
urlyfjamiðlara eða sala. Og í hvert
skipti tókst þeim að afla sér ókeyp-
is sönnunar sem sjónarvottar að
sölunni og gátu þannig hleypt nýju
eiturlyfjamáli af stokkunum. Sum-
ir af viðskiptavinum Tonys voru
teknir fastir, eftir að þeir höfðu
keypt af honum eiturlyf í annað
skipti. Starfsmenn Eiturlyfjastofn-
unarinnar voru aftur á móti látnir
njósna um aðra í þeirri von, að þeir
mundu geta komið þeim á spor fleiri
eiturlyfjamiðlara og sala og jafnvel
ljóstrað óvart upp um það með at-
ferli sínu, hverjir húsbændur þeirra
væru.
Stórkostlegustu ókeypis sönnunar
sjónarvotts tókst þeim að afla, þeg-
ar Tony nebbi ,,teymdi“ einn starfs-
manninn á eftir sér til íbúðar einn-
ar í Eystra 63. stræti. Staðurinn kom
Eiturlyf j astofnun inni kunnuglega
fyrir sjónir, því að annar starfs-
maður hennar hafði einmitt elt Nick
Golino til þessarar sömu byggingar.
Farið var að athuga, hver hefði íbúð
þessa á leigu. Þá kom í ljós að það
voru þeir Frank Merlotti og Joseph
Biani. Merlotti átti mikla sakaskrá
að baki, en Eiturlyfjastofnunin hafði
hann samt alls ekki á skrá hjá sér
sem grunaðan um eiturlyfjavið-
skipti. Biani var aftur á móti vel-
þekktur sem einn af þýðingarmeiri
mönnum í heimi eiturlyfjanna, þó
að Eiturlyfjastofnunin hefði misst
sjónar á honum í nokkur ár.
f skrifstofu Eiturlyfjastofnunar-
innar í New York fór sérstakur hóp-
ur starfsmanna nú að athuga allar
þær upplýsingar, sem tekizt hafði að
afla í máli þessu, og bera þær sam-
an. Og smám saman tóku málin að
skýrast. Hér virtist vera um að
ræða stóran eiturlyfjahring. Það
virtist sem hér væri unnt að hefja
mál á grundvelli meiri háttar sam-
særis um eiturlyfjasölu. Slóðin lá
frá Telano leynilögreglumanni ti!
Sicardos og þaðan til Golinos og
þaðan til þeirra Merlotti og B;ani,
en Tony nebbi var helzti sendiboði
og „pakkhúsmaður" hringsins.
Málið var athugað að nýju næst-
um daglega og jafnframt stöðugt
endurmetið bæði í Washington, New
York og Philadelphiu. Fyrirspurnir,
sem gerðar voru á heppilegum stöð-
um i undirheimum New Yorkborg-
ar, öfluðu E'turlyfjastofnuninni
þeirra upplýsinga, að Biani væri
búinn að afla sér nýs sambands í
Frakklandi, sem hann fengi nú
birgðir frá. Og skeyti voru nú send
frá Washington til starfsmanna Eit-
urlyfjastofnunarinnar um víða ver-
öld og þeir spurðir að því, hvert
gæti hugsanlega verið hið nýja við-
skiptasamband Bianis erlendis?
Svörin, sem bárust, gáfu til kynna
samtals 6 möguleika, en þeir voru