Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 7
HINAR DULARFULLU KÍNVERSKU NALARSTUNGULÆKNINGAR 5
sem eru nýkomnir frá Klna, þeir dr.
Samuel, Rosen við Sinaifjalls-
læknaskólann og dr. Victor Sidel við
Montefioressjúkrahúsið og Albert
Einsteinlæknaskólann, ræddu einnig
um nálarstungudeyfingaraðferðir við
blaöamenn og sögðu, að þær kæmu að
miklu gagni.
Skotnir örvum og hlutu bót.
Áhugi slikra sérfróðra manna á
nálarstungulækningum og deyfingum
hefur vakið geysilega athygli, og hefur
mikið verið skrifað um þessi efni I blöð
og tlmarit. Þessi mikla athygli hefur
valdið nokkurri óró meðal sumra
visindamanna. Sumir þeirra hafa
jafnvel brugðizt reiðir við. „Þetta er
allt saman eintóm imyndun,” segja
þeir, „nálar í stað meinlausra
sykurhúðaðra pilla, bara dáleiðsla,
hefðbundin klnversk rósemi, brögð.”
En aðrir hafa svarað þessari gagnrýni
á þann veg; að þessar aðferðir virðast
einnig bera mikinn árangur við
lækningar dýra, sem eru ekki álitin
vera móttækileg fyrir áhrif af
dáleiðslu eða gabbpillum. Og
deilurnar um þetta mál eru þvi enn I
fullum gangi.
Hvað vitum við I rauninni enn um
nálarstungulækningar (acupuncture,
sem dregið er af latneska orðinu
„acus”, sem þýðir nál, og „punctura”,
sem þýðir stunga)? Samkvæmt
sögusögn eiga lækningaaðferðir
þessar að hafa verið uppgötvaðar af
algerri tilviljun, er menn tóku eftir
þvl, að örvar, sem lentu I einum
likamshluta hermanna, gátu þannig
læknað kvilla I öðrum Hkamshlutum.
Alitið er, að nálarstungulækningar
hafi tlðkazt allt frá þvl um 2600 fyrir
Krist, þ.e. á rtkisstjórnarárum
Huangs Tikeisara. Rúmum 2000 árum
slðar var aðferð þessari lýst I „Hinu