Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 56
54
tJRVAL
brenndur, óku 18 aðstandendur hennar
og vinir með öskuna 100 milna leið upp
I Klettafjöllin. Þeir héldu til rjóöurs,
sem Lyn hafði sjálf valið. Það var
iskalt þennan dag. Þeir stóðu i hring
og lásu til skiptis upphátt úr ljóðum
Lyn. Að lestri loknum tók sá, sem
lokið hafði við að lesa dálitið af ösku
hennar Ur ferhyrnu hylki og sáldraöi
henni umhverfis sig, og vindurinn bar
hana burt.
Þegar Sheila hélt á öskunni i lófa
sér, kom þessi hug m fram I huga
hennar: „Nú ertu írjáls, Lyn. Nú
muntu lifa meðal okkar á þann hátt,
sem þú elskaðir og varst elskuð á.”
Þegar siðustu öskuagnirnar höfðu
falliö til jarðar, tók aö snjóa. Og snjór-
inn, sem Lyn haföi elskaö, féll
mjúklega til jarðar og þakti jörðina.
Ég var staddur inni I veitingastofu með vini minum, sem er fjár i
nizkur, þegar tveir glæpamenn æddu inn meö skambyssur á lofti og sögðu:
„Tæmið vasana. Þetta er rán,”
Annar glæpamaðurinn gekk nú mann frá manni og leitaði I vösum þeirra
með skambyssuna á lofti. Þá mjakaði vinur minn sér nær mér og hvislaöi:
„Taktu við þessu.”
„Hvað er það?” hvislaði ég á móti.
„Tuttugu og fimm dollararnir, sem ég skulda þér,” svaraðihann.
Karlmenn slúðra ekki eins mikið og konur, en þeim er aftur á móti
bláköld alvara með slúðri sinu.
Risatölvan var mjög rúmfrek. Henni nægði ekki minna en risastór
skrifstofuveggur. Stærðfræöingarnir tveir, sem stóðu frammi fyrir henni,
virtust þvi vera sem dvergar i samanburði við hana. Risatölvan var
nýbúin að spýta úr sér pappirsræmu. Annar stærðfræðingurinn las það,
sem á ræmunni stóð, sneri sér siðan aö hinum og sagði alvarlegum
rómiíJeriröu þér grein fyrir þvi, aö það tæki 400 venjulega stæröfræöinga
250 ár að gera sllka risaskyssu?”
Stúlka ein, sem vinnur á stjórnarskrifstofu við>haf8i ekki :þá gömlu
aðferð að segja unnustanum upp vafningalaust án Þess að hugsa um
orðaval, heldur tilkynnti hún unga manninum á mjög nærgætinn hátt
í ósviknum ríkisskriffinnskusti], að hann hefði verið „afþakkaður".