Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 125
KÍNADAGBÖK MICHENERS
123
heföi komið fram með og kennt.
Ég eyddi dálitlum tima i skóla sam-
yrkjubúsins, þar sem börn er upp-
frædd daglega i heiinspeki Maos allt
frá þriggja ára aldri. A veggjunum
getur að lita Mao-kjörorð og vigorð og
ekkert annað af neinu tagi. Sérhver
námsgrein er þannig kennd, að hún er
notuð til þess að útskýra og festa I
minni kenningar og meginreglur
Maos, og þar að auki eru sérstakar
kennslustundir i kenningum og hug-
sjónafræðiMaos. Likamsæfingar voru
oft fólgnar i þvi, að nemendur voru
látnír miða trébyssum á ósýnilegan
óvin, venjulega Bandarikjamenn.
Börnin dansá jafnvel dansa sina eftir
söngvum, sem eru lofgerð um Mao.
Eg spurði nokkur börn að þvi i
skólanum, hvað þau vildu verða,
þegarþauyrðufullorðin. Þausvöruðu
alltaf: ,,Ég mun þjona Byltingunni
hvar sern hún þarfnast mín.” Þegar
ég talaði siðar við fullorðiö fólk, spurði
ég alltaf: „Hvernig fékkstu þetta
starf, sem þú vinnur?” Og svarið var
ófrávikjanlega á þessa leið: „Ég var
sendur hingað, eftir að ég hafði lokið
námi I skólanum.”
Þrátt fyrir þessa stöðugu hug-
myndafræðilegu þjálfun og ögun voru
börnin ekki bæld. Þau leku sér af
krafti, dönsuðu mjög óþvingað og léku
i leikritum án alirar feimni. Það var
augsýnilegt, að meiri háttar vits-
munaleg bylting var i fullum gangi,
alger herferð af hendi nins opinbera til
þess að ráða algerlega yfir hug hinnar
uppvaxandi kynslóðar. Mér leizt
þannig á þetta, að hver sá, sem alinn
væri upp i andrúmslofti „kommún-
unnar”, yrði að sannfærðum bylt-
ingarsinna, sem væri reiðubúinn til
þess að fórna lifi sinu til verndar hinu
nýja Kina.
Um 475 árum fyrir Krists burð upp-
götvuðu læknar, sem voru að gera til-
raunir með oddhvassa steina, að
draga mátti úr verkjum i öðrum
hlutum likamans, ef stungið var I
vöðvann milli þumalfingurs og visi-
fingurs. Siðan voru fundnar upp
silfurnálar til þessarar notkunar, og
árið 220 eftir Krist höfðu nálarstungu-
lækningar unnið sér slika hefð, að þær
voru viðurkenndar i oröabókum. Ein-
hvern tima á timabilinu milli 265 og
429 eftir Krist kom Ut fyrsta bók um
þessa aðferð, þar sem taldir voru upp
649 sérstakir staðir á mannslik-
amanum, þar sem stinga mætti nálum
meö góðuin árangri.
A rikisstjórnartimabili Mingættar-
innar (1368-1644) voru gefnar út aðrar
skýringar og leiðbeiningar viðvikjandi
nálarstungulækningum („acupunc-
ture”), og þessi sérgrein innan læknis-
fræðínnar virtist nú standa traustum
fóturn. En á rikisstjórnarárum
Manchættarinnar voru læknisaðferðir
þessar bannaðar árið 1822, og árið 1929
benti Chiang Kai-shek læknum á, að
þeir skyldu heldur halla sér að vest-
rænum læknisaðferöum. En nálar-
sfungulæknisaðferöir héldu velli I
sveitahéruðum, þar sem einfaldleiki
þeirra og ódýrt verð gerði það að
verkum, að þær héldu áfram að vera
vinsælar.
Svo korn Byltingín. Meðan Rauði
herinn háöi skæruhernað gegn Chiang
Kai-shek, hafði hann engan aðgang að
venjulegum sjúkranúsum, svo að Mao
gaf læknum sinum þessa íyrirskipun:
„Beitið bæöi kínverskum og vest-
rænum lækningaaðferðuin.” Þannig
hófst tilraun til þess aö endurvekja
hina fornu nálarstungulæknislist. I
borgarastyrjöldinni var slikum að-
ferðum aðeins beitt til þess að draga
úr verkjum, sem voru þegar fyrir
hendi. En á árinu 1958 byrjuðu læknar