Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 85
SÍÐUSTU DAGAR MUSSOLINIS
83
fyrir sprengjuárás, heimótti hann
borgina. Og fólkið, sem var enn að
róta i rústunum, jós yfir hann for-
mælingum. Vittorio Emanuele varð
þetta mikiö áfall. Hann varð náfölur.
Nú vissi hann, að Mussolini varð að
vfkja.
Bflstjóri Foringjans gaf hið ven
jolega merki, þegar þeir nálguðust
járnhlið Villa Savoia, þ.e. tvö ákveðin
flaut með bilflautunni. A eftir honum
fóru þrir bilar, fullir af leynilögreglu-
mönnum, sem voru lífverðir
Foringjans. Bilstjórar þeirra snar-
hemluðu. Þessir menn áttu að biða úti
fyrir að venju, svo að farið væri eftir
öllum venjulegum siðvenjum.
Milufjórðungi vegar þaðan og
norðanmegin við setrið heyrði Paolo
Vigneri lögregluforingi bílflautið. Það
var merkið, sem hann var að biða
eftir. Fimmtiu lögreglumenn voru
faldir viðs vegar á landareign
setursins, ásamt þrem leynilögreglu-
mönnum og sjúkrabifreið frá Rauða
krossinum. Þeir vissu allir, hvað gera
skyldi.
Mussolini gekk rösklega inn i salinn
á jarðhæðinni og sagði við konung:
,,Þér munuð hafa heyrt um þessar
barnalegu glettur i gærkvöldi, yðar
hátign.”
Konungurinn, sem var mjög smár
vexti, greip fram i: „Það voru alls
ekki barnalegar glettur!” .Rödd hans
varhvöss. Svo fór hann að ganga fram
og aftur um gólfið með hendur fyrir
aftan bak. Hann var augsýnilega L
uppnámi. Hann var 73 ára að aldri og
hrukkóttur eins og sveskja. Kjálkar
hans titruðu, en hann gat ekki stöðvað
titringinn.
„Þetta er ekki nauðsynlegt,” sagði
hann, þegar Mussolini vildi sýna
honum plöggin. „Eg veit allt um
þetta.”
„Yðar hátign,” sagði Foringinn,
„atkvæðagreiðsla Stórráðsins er alveg
marklaus.”
Enn greip konungurinn fram i.
Hann sagði stamandi röddu, að honum
þætti það leitt, en hann væri ekki á
sama máli og Foringinn, hvað betta
st.erti. „Þér skuluð ekki álita, að at-
kvæðagreiðsla þessi spegli ekki
tilfinningar þjóðarinnar i yðar garð.
hún gerir það einmitt. Núna eruð þér
Scí maður á ítaliu, sem þjóðin hatar
mest. Þér getið ekki búizt við að eiga
einn einasta vin að mér undan-
skildum.”
Mussolini reyndi að gera sér grein
fyrir þvi, hver væri hin rökrétta
niöurstaða þessa. „En hafi yðar
hátign á réttu að standa,” stundi hann
upp með erfiðismunum, „ætti ég að
segja af mér.”
,,0g ég verð að segja yður það,”
svaraði konungurinn, „að ég styð það
eindregið.”
Konungurinn minntist þess siðar, að
Mussolini hafi þá skyndilega skjögrað,
„eins og maður, sem orðið hefur fyrir
fallbyssukúlu.” „Svo að þetta eru þá
endalokin,” hvislaði hann og lét sig
falla á legubekk, án þess að honum
væri boðið sæti.
Vigneri lögregluforingi steig upp i
sjúkrabilinn, sem beið fyrir utan.
Bilnum var ekið næstum hljóðlaust
niður stiginn, sem var i halla. Svo
nálgaðisthann aðalinngöngudyrnar og
stanzaði þar.
Konungurinn hafði mótmælt þvi
eindregið, að Mussolini yröi hand-
tekinn á konungssetrinu. „Ekki
meðan ég dreg lifsandann,” sagði
hann. Þá var honum sagt, að yrði
Foringinn handtekinn i þröngu
götunum þar nálægt i nærveru lifvarða
hans, yrði blóðugur bardagi, og mætti
þá jafnvel búast viö, að fasistar