Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 59
MORÐÆÐILARRYS
57
hann jafnvel hafa læknazt.”
Sfhan rann upp óheilladagurinn 11.
nóvember. Foreldrar Larry voru að
heiman vegna veikinda ættingja
nokkurs. Larry tók byssu og sleggju
og setti hvort tveggja inn I bilinn sinn
og lagði siðan af stað til Sankti
Aloysiuskirkjunnar nálægt Gonzaga-
háskólanum.
,Þið getið aldrei vitað”.
Eftir að hinir föllnu höfðu verið
jarðaðir, varð föóur Larry Harmons
svoaöorði: „Það, sem Larry lenti i,
er ntl aö verða hlutskipti fleiri barna i
þessu landi. Það verður að binda enda
á slikt. Einn vinur minn hringdi til
min og baö mig um að gerast forvigis-
maður baráttu gegn eiturlyfjum.
Hann sagði þetta við mig: „Lögreglan
gerir ekkert I málinu.” Þá spuröi ég
hann: „Hvaðhefurþógert?” Ég fékk
ekkert svar. Það er einmitt þetta
svar, sem Bandarikjamenn hafa
stöðugt gefið, meðan eiturlyfjaógnin
magnast sifellt. Þeir, sem þekkja
staðreyndirnar en þegja samt, stuðla
að eiturlyfjasölu og neyzlu. Konan
min og ég höfum bæði gerzt sek um
þessa synd.
Við þekkjum börn, sem bera þess öll
einkenni i útliti og hegöun, að þau eru
byrjuöaðneytamarijuana. Viðhöfum
rætt um það okkar á milli hvort við
ættum að skýra foreldrum þeirra frá
þvi. Við höfum hingað til samiö viö
samvizku okkar og látið það vera að
skýra þeim fr£ þessu. En núna
munum viö segja þeim, það, sem við
vitum. Ef hver maöur og hver kona
hér I landi gerði slikt hið sama, mundi
það hjáljfe. Þetta mundi særa mairga
foreldra. En það mun lika bjarga
mörgum börnum.
Ég hef þetta að segja við æsku
Ameriku: Þið getið aldrei vitað,
hvenær eiturlyfin munu gera ykkur að
öðrum Larry Harmon. Þiðgetiö aldrei
vitað, hvenær eiturlyfin ná valdi á
heila ykkar, taka stjórnina af honum
og eyðileggja hann.
Við foreldrana hef ég þetta aö segja:
Talið við börnin ykkar um eiturlyf.
Við töluðum við Larry, en ekki
nægilega mikiö og ekki nægilega
snemma. Viö vorum viss um, áö gáfur
hans mundu vernda hann. En eftir að
það var allt um seinan, töluðum við við
Larry timunum saman. En okkur
tókst aldrei að sigrast á þeim gern-
ingaáhrifum, sem eiturlyfin höföu
haft á sál hans.
Ef allir þeir foreldrar, sem eiga
barn, sem eiturlyfin hafa eyðilagt,
segðu sögu sina opinberlega, yrðu
áhrifin geysileg. Ef sérhver
fjölskylda, sem hefur glataö ástvini i
eiturlyfjahitina, skýrði frá hinum
beiska sannleika, mundi hinn ægilegi
listi dauða og eyðileggingar gera fólk
um viða veröld agndofa af undrun og
hryllingi. Og þá gæti hvert barn fengið
aö vita sannleikann: Eiturlyfin eru af
hinu illa. Eiturlyf færa hverju þvi
heimili hrylling, sem kemst I snert-
ingu við þau.”