Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 64
62
TJRVAL
þangafi samt. Þaö var eitthvað, sem
var stérkara en ég. Ef einhver vildi að
ég kæmi, þá kom ég. Alltaf var ég að
fara eitthvaö — til mömmu, i skólann,
til ömmu, til pabba. En hvar sem ég
var, var ég aðeins gestur. Ég átti
hvergi heima.
Þetta sumar, hjá pabba og Veru, var
allra verst. Mynd hennar hafði
greypzt i huga mér sem hin grimma
stjúpmóðir, alveg eins og i bókunum,
en hún var aðlaðandi og rólynd og
gerði sér mikið far um aö vera mér
góð. En engu að siöur var ég henni
reiö fyrir að hafa tekiö sæti mömmu i
húsinu, og mér flökraði við að sjá
dálæti hennar á föður minum. En
þrátt fyrir allt, hefði þetta þó kannske
gengiö sæmilega, ef ekki heföi verið
barhið.
Teddy var litill og fingerður barn-
ungi, og i hvert sinn sem hann hóstaði
eöa hnerraði, fletti Vera upp i ein-
hverri bók. Hún skildi ekkert i þvi,
hvers vegna mér var á móti skapi að
vera með hann úti i vagninum sinum.
En ég gat með engu móti sagt henni
frá þvi, að i hvert skipti sem ég gerði
það, var einhver viss meö aö stööva
mig og segja ibygginn: „Jæja, svo að
þetta er hann litli hálfbróöir þinn. Já,
einmitt! . . .”
Mestallt sumariö var pabbi
þreytulegur og áhyggjufullur á svip,
þótt hann minntist aldrei á það við
mig, hvað angraði hann, fyrr en ég var
á förum i skólann aftur. Þá kallaði
hann mig inn i bókaherbergið til sin,
og sagöist vita, að þetta sumar hefði
verið okkur öllum erfitt, en ef ég
reyndi aö fella mig betur við barniö,
mundi þetta skána. Og þegar ég sá i
augum hans, hve djúpt þetta særði
hann, gat ég ekki sagt honum eins og
var.
Þegar ég kom aftur I skólann, fann
ég að hann var oröinn annar máttar-
stólpinn I lifi minu. Hinn var hún
amma min. En ekki leiö á löngu, þar
til aðeins annar þeirra var eftir —
skólinn. Amma mln, sem lengi hafði
veriö veik, dó.
Þau jól var ég hjá Mary Cless og
fjölskyldu hennar. Ég var 15 ára og
orðin fullorðin. Ég sá breytinguna í
speglinum. Ég fór nú i fyrsta sinn I
hárliöun og á fyrsta stefnumótið með
pilti. Og um jólin gerði ég 1 huganum
iista yfir öll min „hlunnindi”.
Ég átti fallega móður. Ég átti
föngulegan föður, sem auk þess var
mikils metinn visindamaður. Ég átti
auðugan stjúpföður, sem vildi gefa
mér allt, sem ég óskaöi. Ég átti
ákaflega virðulega stjúpmóður, sem
vildi vera mér góð, ef ég vildi þiggja
það. Og I ofanálag átti ég kornungan
bróður, sem ef til vill kynni að verða
forseti.
1 sannleika sagt, ég hafði næstum
þvi allt, sem ein stúlka gat óskað sér —
föt, skotsilfur og tvenna foreldra. Mér
hafði verið kennt að sitja hest, að
synda, aö leika tennis, og jafnvel að
koma glæsilega fram I samkvæmum.
En samt vissi ég 1 hjarta minu, að ég
gat ekki keypt fyrir peninga það, sem
ég þráði mest — að eiga, mina eigin
foreldra. Þeir þurftu ekki að vera
mikils metnir eða fallegir eða rlkur, en
aöeins minir foreldrar. Alla mina
barnæsku og uppvaxtarár, þegar
þörfin var mest, átti >g hvergi rætur,
ekkert heimili, enga foreldra.
Lengi eftir þessi jól, ól ég á þessari
beiskju gegn foreldrum minum I huga
mér. En meö aldrinum tók ég smám
saman að „skilja” — alveg eins og
mamma og amma höfðu sagt. Að
minnsta kosti skildist mér, að báðir
foreldrar minir höfðu heiðarlega gert
það, sem þeir töldu mér fyrir beztu.