Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 29
í KVENNABÚRI OLÍUFURSTANS
27
Blaðamaður frá Norður-Afrfku,
Jacques Borange, og stúlkan Anouk
Gabriel, sem er ljósmyndari i
Damaskus, sem laumuðust inn I
kvennabúr og stofnuðu lifi sinu i hættu.
grannur, karlmannlegt andlit og
farinn a grána litið eitt i svörtu hárinu.
Hann virtist mjög virðulegur.
Henri var i vetrarorlofi i St. Moritz,
og kvöid eitt bauð hann mér upp i
dans. „Ég heiti Henri de la Bour-
dinnais,” kynnti hann sig. Hann talaði
með erlendum hreim. ,,Ég er búinn að
sitia i margar klukkustundir og horfa
á þig, og þér eruð heillandi. Nú læt ég
yður aldrei framar Jausa.”
Ég hló. Auðvitað þótti mér lofið
gott. Honum var full alvara, og
tveimur stundum seinna vorum við að
dansa i næturklúbbi, þar sem aðeins
eru kertaljós. Við vorum búin að
dansa i einar tvær klukkustundir,
þegar hann hvislaði allt i einu að mér.
hvort við ættum ekki að fara, Hann
hafði tekið á leigu snotra ibúð skammt
frá, sagði hann, og hann langaði að
bjóða upp á vinglas.
Ég skildi vei, hvað hann átti við með
„vlnglas”. Samt fór ég með honum.
Mér geðjaðist vel að honum. Við
settumst þar á stórt teppi, og Henri
sagðist vera Frakki og stunda inn-
flutning og útflutning. Smám saman
færði hann varirnar nær mér, og
hendur hans fengu nóg að gera. Jú,
þetta var dásamleg nótt.
Mér fannst fríið búið alltof fljótt, og
ég var hrædd, þegar ég fór frá St.
Moritz, hrædd um að hitta hann aldrei
framar.
„KOMDU TIL DAMASKUS”.
Aðeins nokkrar vikur liðu, og þá var
hann kominn i Ibúð okkar I Linz. Ég
tók eftir þvi, að Helga, dóttir min, sem
var bara 16 ára, var hrifin af honum.
Ég hugsaði ekki meira um það og oft
'étégþau veraheima. Það var ekki
fyrr en seinna, að ég komst að þvi, að
dóttir min hafði ekki staðizt hann
heldur. Við áttum fagra daga saman,
og Henri þurfti siðan að fara i ferðalag
vegna viðskipta sinna. Við heyrðum
ekki frá honum um sinn, en þá fengum
viðskeyti: „Fer I viðskiptaerindum til
Damaskus. Svo heppinn að geta boðið
ykkur báðum með. Komið þið?”
Sjaldan hefur skeyti verið svarað
með slikum ákafa. Við fórum til
Damaskus.
Henri beið okkar með stóran
svartan kádilják og einkabilstjóra.
„Hvert ferð þú með okkur”, spurði ég?
„Einn viðskiptavina minna hefur
fengið okkur til afnota stórt hús. Það
verður miklu betra að búa þar en I