Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 153
KVENNABÚRIÐ MITT
151
vera I henni heima.” Ég var aö veröa
of seinn i vinnuna, en samt dokaði ég
ögn lengur við til þess að sýna enn
betur fyllilega réttlætanlega van-
þóknun mina. „Mér þótti vænt um
þessa peysu, Evie,” bætti ég viö. „Sko,
viöhorf mitt gagnvart henni er ekkert
ööruvlsi en viöhorf Lynn gagnvart
tuskubrúöunni.”
Evie reyndi að komast hjá þvi að
brosa og sagði: „En þó ert nú pinulitið
eldri en Lynn. Hún er aðeins átta ára
gömul. Manstu það ekki?”
Ég þreif tuskubrúðuna og lagði af
stað I vinnuna án þess að segja nokkuð
meira. Aðalástæðan var reyndar sú,
að ég hafði bara ekkert svar á reiðum
höndum . Það var ekki fyrr en ég var
lagöur af stað frá bllastæðinu til skrif-
stofunnar, að ég gerði inér grein fyrir
þvl mér til mikillar hrellingar, hversu
mikla athygli fullorðinn maður getur
vakiö á sjálfum sér, ef hann ber risa-
vaxna tuskubrúðu I fanginu.
Aumingja pabbi!
Ég leit sem snöggvast á úrið mitt og
sá, aö það var enn einn klukkutimi,
þangaö til búast mátti við Carol heim
af fyrsta skóladansleiknum. Hún
kveið óskaplega fyrir að fara og var
mjög taugaóstyrk, jafnvel þótt þrjár
beztu vinkonur hennar færu með
henni. En ég var litið betri, þvl að ég
hafði svo miklar áhyggjur af þvi, hve
feimin hún var við alla aðra en sina
nánustu ættingja og félaga. Við Evie
vorum komin I rúmið og vorum að
lesa, þegar siminn á náttborðinu
hringdi. „Halló, pabbi Svo var
þögn, en á eftir var sogiö upp I nefið
eins og einhver væri að berjast við
niðurbælt snökt.
Ég reis upp I rúminu sem eldi-
brandur. „Carol, hvað er að?”
„Viltu koma og sækja mig?”
Það var mikill dagur, þegar fyrsti
pilturinn bauð dótturinni út.
„Ég skal koma alveg strax, Er
nokkuð að þér?”
„0, pabbi,” svaraði hún og fór að
gráta, „mér líður svo hræðilega. Það
dansaði alls enginn við mig. Flýttu
þér nú, gerðu það. Ég ætla að blða við
dyrnar á leikfimihúsinu.”
Ég spratt fram úr rúminu og fór að
klæða mig I flýti. „Heimskir strákar,”
sagði ég reiðilega. „Þeir eru svo
blindir, að þeim mundi finnast Ungfrú
Alheimur likjast pálma I potti.”
„Svona, elskan,” sagði Evie, „þú ert
allt of æstur! Ég hef ekki slður samúð
með henni en þú. En þessi viðbrögð