Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 109
SIÐUSTU DAGAR MUSSOLINIS
107
sama hátt og hún hafði byrjað .... með
blóöbaði. Konurnar umhverfis
Rachele veinuðu og héldu sér fast I
járnrimlana fyrir gluggunum. En
Rachele var róleg og hugsaði aðeins*
um það, hvenær hún fengi að halda
aftur á fund tveggja yngstu barnanna
sinna. Hún haföi frétt um dauöa
Benitos, en hugarástand hennar var
nú orðið þannig, að sorgin færði henni
enga likn. En brátt átti hún eftir að
minnast hinna einkennilegu spádóms-
oröa sinna, sem hún hafði hreytt út úr
sér við Clarettu: „Þeir fara með yöur
til Piazzale Loreto!”
Kona ein, sem var rétt hjá henni, tók
eftir þvi, hve hún var furðulega róleg,
og hún gat ekki skiliö slikt. ,,0g þú,”
spuröi hún Rachele, ,,þú, grætur ekki?
Þú hefur þá ekki misst neinn ástvin,
ha?”
Klukkan 2 siðdegis þennan dag
komst Charles Poleti ofursti i banda-
riska hernum i samband við yfirstjórn
skæruliða i Milanó. Ferruccio Parri I
Framkvæmdaflokknum gat ekki
þagaö yfir ósköpunum við hann, þ.e.
yfir afdrifum Clarettu ... yfir aðför-
unum ... sem hann sagöi, að hefðu likst
aðförum i „sláturhúsi.” „Þetta er
ljótt og óviðeigandi! ” hrópaöi hann.
„Þetta mun skaöa skæruliöahreyfing-
una um árabil.”
„Þetta er búið og gert núna,” sagði
Poletti viö hann huggunarrómi. „Til-
finningarnar hlaupa oft með fólk i
gönur I styrjöldum. En ég kom hingaö
til þess að ráðleggja yður að taka þessi
lik niður og að hengja ekki fleiri llk
upp. Þetta er fyrirskipun.”
Parri samþykkti þetta. „Jæja þá, en
hvert eigum við að fara með Musso-
lini? Fólkið á götunum gæti rifið hann
i tætlur.”
Poletti velti þessu fyrir sér. Svo
sagöi hann: „1 Ameriku höfum viö
stofnanir, sem við köllum likhús.
Hafið þiö ekki líkhús hérna?”
„Við höfum likhús fyrir fátæklinga.”
„Þaö er gott,” sagði Poletti. „Fariö
með hann þangaö. Látið skæruliðana
gæta hans, og látið ekkert illt henda
hann framar, vegna þess að nú er
þessu öllu lokið. Látið ekkert illt
henda þennan mann framar .... alls
ekkert illt.”
Nemandi kom til meistarans Bankei. Hann kvaðst þjást af geðvonzku og
bað meistarann að hiálpa sér við að losna við þennan skapbrest. „Sýndu
mér þetta vonda skap,” sagði Bankei, „þaö gæti oröið spennandi að fá aö
sjá það.” „Ég er ekki i vondu skapi núna, og þess vegna get ég ekki sýnt
þér þaö,” svaraöi nemandinn. „Allt I lagi,” sagöi Bankei, „komdu þegar
þú ert I illu skapi.” „En það þýðir ekki fyrir mig að koma og sýna þér þaö
þegar svo stendur á,” mótmælti nemandinn, „áður en ég kemst til þin er
það án efa rokið út I veður og vind.” „Þá virðist mér,” sagöi Bankei, „aö
þetta vonda skap sé ekki þáttur I þinu sanna eðli. Ef það er ekki hluti af
þér, hlýtur það aö vera eitthvað utanaðkomandi. Ég legg til að þú berjir
sjálfan þig með staf i hvert skipti sem geövonzkan herjar á þig, þangað til
hún þolir ekki lengur viö og flýr burt!”