Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 33
PLASTTENNUR SKJOTA RÓTUM
31
Dr. Arthur Ashman, sem vinnur að
rannsóknum við Columbia-háskólann,
hefur kynnt eintak af gervitönn, sem
gerö var úr acrylic, en það er plastteg-
und, sem menn rekast á dags daglega í
hversdagslegustu hlutum. í framhaldi
tilrauna með hunda hefur Ashman sett
einstakar gervitennur f 15 sjúklinga,
sem sfðan hafa gengið með þær f rúm
fjögur ár, án nokkurra óþæginda.
Eftir að hafa dregið úr tönn á sama
hátt og aðrir tannlæknar, steypti Ash-
man eftirlíkingu hennar i mót á
staðnum. En i stað þess að tylla henni
með brú eða lausum gervigómi, borar
hann tvö göt i „rót” plasttannarinnar,
og stingur henni siðan f holuna, sem
úrdregna tönnin skilur eftir i gómnum.
Tjóðruð við lifhndi tönn.
Acrylic-töhnin er tjóðruð við lifandi
tönn við liliðina, og tjóðurbandið er
þakið með acrylic. Þessi spotti kemur
að sama haldi og stffa, eða spöng, sem
heldur gervitönninni fastri, þar til
beinvefurinn hefur vaxið f gegnum
götin i „tannrótinni”, og tannholdið
hefur lagzt þétt upp að tönninni. Bein-
vefur og tannholdið halda siðan gervi-
tönninm fastri á sinum frambúðarstað
i kjálkanum.
Þessari gervitönn dr. Ashmans er mun
auðveldara að koma fyrir, heldur
þegar festa þarf tönnum með brú, þvk
að sjúklingurinn þarf ekki að marg-
koma á tannlæknastöfuna til þess að
láta máta við aftur og aftur. Efnivið-
urinn er einnig ódýrari, þvi að þar er
ekki silfrið eða gullið.
Gervitönn er haldiö fastri, þar sem
örin bendir, njeð þráðum og acrylic
lakki.
Til þess að flýta fyrir árangri af
þessum rannsóknum gekk dr. Ashman
nýlega I félag við dr. Milton Hodosh
Gipsmót af tönninni er tekið strax eftir
úrdrátt. Mótið er notað við afsteypu
gervitannarinnar.