Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 151
KVENNABÚRIÐ MITT
149
hárskeri. „Ég er ekki viss um, að nýja
hárgreiðslan þin muni ganga i augun á
strákunum,” sagði ég.
Carol yppti öxlum og svaraði: „0,
ætli mér sé ekki sama! Ég þoli ekki
stráka hvort eð er.”
Við þessa afdráttarlausu trausts-
yfirlýsingu tók ég til óspilltra málanna
og skellti fyrsta hárlokknum af henni.
Nokkrum mlnútum slðar gekk ég aftur
á bak til þess aö virða stoltur fyrir mér
handaverk mln, en nú var ég búinn að
klippa hárið öðrum megin. En þegar
ég reyndi aö klippa hárið hinum megin
á nákvæmlega sama hátt, klipptu
skærin helzt til mikið. Þetta útheimti
auðvitað, að ég klippti svolltið I viðbót
- hinum megin. Og þegar ég hætti loks
þessum samræmingaraðgeröum
mlnum, þá var það ekki vegan þess að
ég hefði lokið starfinu á fullnægjandi
hátt, heldur vegna þess að ég haföi
ekki meira hár til þess að klippa.
Jæja, hugsaði ég með sjálfum mér, að
minnsta kosti mun þessi frjálslega
hárgreiðsla dóttur minnar veita hár-
sveröinum betra tækifæri til kælingar
á þessu sumri en nokkru sinni áður!
Carol var alveg himinlifandi, meðan
á athöfninni stóð. Hún var enn að
hlæja, þegar ég tók handklæðið af
herbum hennar. Ég byrjaði að sópa
upp lokkaflóðinu, meðan hún flýtti sér
inn I herbergið sitt til þess að skoða
þessa spánýju manneskju vandlega i
stóra speglinum þar. Og i sama mund
komu þær Evie og hinar dæturnar
heim. Ég heilsaði konunni minni með
sigurbrosi á vör. „Litli fjárhundurinn
okkar er horfinn,” sagði ég og kinkaði
kolli I áttina til herbergis Carol.
Á næsta augnabliki ætlaði allt af
göflunum að ganga. Það var sem
heimsendir væri kominn. Meðan
móöir og dóttir grétu hvor I annarrar
örmum, stóð ég þegjandi álengdar, hið
hjálparvana og undrandi fórnardýr
fyrirlitningaraugngotanna, sem þær
beindu til mín. Ég velti þvl fyrir mér,
hvaða sameiginlegur furðuþáttur hins
kvenlega eðlis heföi skyndilega sam
einað þær gegn mér, þessum aðilja,
sem hafði raunverulega leýst vanda-
máliö, sem þær höfðu svo oft rifizt út
af undanfarið? Éghafði veriö „sendur
I hundakofann” áður, en samt hafði
hurð hans aldrei verið skellt svo
snöggiega og harkalega aftur áður né
læst svo tryggilega.
Konur I nauöum staddar
Þegar eldri telpurnar þrjár voru
orðnar nægilega garnlar til þess að
fara I sumarbúðir, lét móðir þeirra
þær alltaf hafa allt of rikulegan út-
búnað meðferðis, að því er mér virtist.
En einhvern veginn varð reyndin
önnur, þegar á hólminn kom. I
hverjum pósti fengum við bréf með
fjölmörgum bónum um allt milli
himins og jarbar, lyf til þess ab fæla
burt skordýr, frimerki, herðatré,
timarit, sælgæti ...jafnvel tannbursta I
stað þeirra, sem þær höföu misst I
vatniö.
Hefðu telpurnar borið fram sllkar
beiðnir heima, hefði móðir þeirra ekki
oröið við neinum þeirra eða minnsta
kosti mjög fáum. En þar eö dætur
hennar dvöldust nú sem útlagar uppi i
óbyggðum, var engin bón þeirra of
fáránleg til þess, að hún skyldi ekki
verba veitt sarnstundis. Það skipti
engu máli, hvað Evie var aö fást við,
þegar bréfberinn kom. Hún kastaði
öllu frá sér og tók til að tina saman eða
útvega allt þaö, sem stóð á vörulist-
anum, og senda það strax af stað til
þeirra.
Þegar ég kom heim úr vinnunni eitt
kvöldið, var Evie önnurn kafin við að
lita nýkeypta strigaskó heiðgula.