Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
uppi á hásléttu Asíu, og ókum sfðan
niður eftir Changanbreiðgötu, en þar
eru sex akbrautir. Hún var samt alveg
tóm, og við geystumst áfram i algerri
þögn. Við gatnamót tók ég eftir þvi, að
hvar sem fólk kynni að hafa safnazt
saman til þess að ganga yfir götu,
höfðu hermenn stöðvað það a.m.k. um
140metrum frá gatnamótunum til þess
að koma i veg fyrir, að það liti út sem
fólk þetta hefði safnazt saman til þess
að fagna komu forsetans.
Borgin var tóm. Sú staðreynd hafði
sterk áhrif á mig, þvi að nýlega hafði
ég skoðað mjög gaumgæfilega
ljósmyndir, sem sýndu komu Haile
Selassie Eþiópiukeisara til
borgarinnar i október siðastliðnum, en
þá hafði a.m.k. hálf milljón dansandi
og hrópandi borgarbúa safnazt saman
meðfram götunum ti! þess að hylla
hann. Þegar hin þögla bilalest okkar
stanzaði, bárum við saman bækur
okkar og komumst að þeirri niður-
stöðu, að þessi byrjun gæti ekki boðað
neitt gott. Þeir okkar, sem þekktu
Austurlönd og ibúa þeirra og
mikilvægi þess að allt væri slétt og
fellt á yfirborðinu, gerðu sér grein
fyrir þvi, að leiðtogar Kina vildu gefa
til kynna strax i upphafi, að þeir
ætluðu að meðhöndla Nixon forseta á
mjög formfastan hátt, en alls ekki að
auðsýna honum hlýju né uppörvun.
Þegar við spurðum túlk að þvi, hvort
honum fyndist ekki, að þetta væru
kuldalegar móttökur, svaraði hann:
,,Nú, hvers vegna? Forseti ykkar
baðst leyfis til þess að mega koma
hingað, og það leyfi var veitt.”
Fréttamaður einn spurði þá
hæðnislega: „jívenær eigum við að
falla á kné?” Kinverjanum fannst
þetta alls ekki fyndin athugasemd.
Það yrði ekki um neitt knéfall
Bandarikjamanna að ræða. Það erf-
iða vandamál hafði verið útkljáð árið
1859, þegar bandariski fulltrúinn John
E. Ward steig fæti sínum inn I Peking.
Kinverski keisarinn krafðist, þess, að
Ward sýndi honum tilhlýðilega
virðingu með þvi að falla á kné. Yrði
Ward við þeirri kröfu, neyddist hann
til að falla á kné fyrir keisaranum
þrisvar sinnum og berja enninu við
gólfið þrisvar sinnum I hvert skipti.
Ward aftók að verða við þessari kröfu,
og olli þetta gagnkvæmri reiði, og
virtist engin lausn vera möguleg. Um
hrið leit einna helzt út sem Ward yrði
að halda heim án þess að hafa gert
nokkurn samning. En einhver, sem
hafði náin tengsl við kínversku
hirðina, stakk upp á góðri lausn þessa
vandamáls. Hann stakk upp á þvi, að
Ward þyrfti ekki að krjúpa til fulls nf
leggjast næstum i gólfið og hann þyrft
ekki heldur að lemja enninu i gólfið, ei
hann yrði þó að sýna viðurteknun
siðvenjum þá tillitssemi að snertt
a.m.k. gólfið með öðru hnénu.
Ward neitaði þvi einnig, og hann
hitti þvi aldrei keisarann. En þá fann
annar frá hirð keisarans lausn á
vandanum. Hann skýrði keisaranum
frá þvi, að Bandarikjamenn væru svo
óheflaðir i allri framkomu og kynnu
svo litið til ýmissa siðvenja, að þeir
gætu blátt áfram ekki skilið
siðareglur, sem giltu i milliríkja-
samskiptum. Þessa ástæðu skildi
keisarinn. Og samningur var gerður.
En það var ekki hægt að undirrita
hann i Peking, þvi að Bandarikja-
maðurinn hafði ekki knéfallið fyrir
keisaranum og þvi ekki sýnt honum
tilhlýðilega virðingu.
Kviði minn, hvað snerti viðtökur
forsetans i Kina, jókst. siðdegis þennan
dag, meðan ég beið i kuldanum fyrir
utan Hina miklu þjóðarhöll og beið
þess, að Nixon forseti og Chou for-