Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 99
SIÐUSTU DAGAR MUSSOLINIS
97
liföi áfram um aldir, ef hann biði
ósigur eða félli jafnvel í dýrlegri
varnarorustu I Valt.ellina.
En Claretta Petacci hafði aðrar
hugmyndir I kollinum. Hún hafði frétt
af fjarlægum stað, sem var uppi I
fjöllunum I 6000 feta hæð og þau
Mussolini gætu leynzt á. Spoegler fór
tvisvar með Clarettu þangaö upp eftir
i sleöa. Þau ræddu við gömul hjón,
sem bjuggu i kofa langt inni I greni-
skóginum og fengu jáyrði þeirra fyrir
þvi, að tvær manneskjur mættu búa
þar i nokkur ár, án þess að spurt yrði
um ástæðuna.
Svo fékk hún Spoegler til þess að
stinga upp á þessu við Mussolini.
Hann hlustaði af athygli á hugmynd-
ina og sagði svo: „Ég skil, ég skil.”
Claretta skipulagöi hvert smáatriði,
sem snerti undankomuleiðina.
Spoegler falsaði fyrir þau ferðaleyfi,
svo að þýzkar vegahindranir mundu
ekki hefta för þeirra.
Atburðirnir tóku nú að gerast mjög
hratt hver af öðrum. Mussolini
reiknaöi með þvi, aö Þjóðverjar gætu
haldið varnarlinunni við Pófljótið, 50
milum fyrir suðaustan Milanó. En
nokkrir af æðstu yfirmönnum þýzka
herliðsins höfðu þegar byrjaö samn-
ingaviðræður um uppgjöf. Þ. 21.
april tóku Bandamenn borgina
Bologna og héldu svo áfram sókninni
til norðvesturs. Tveim dögum slðar
kom einn _ af aðstoðarmönnum
Mussolini til baka úr sendiferð, sem
Mussolini hafði sent hann í til víg-
stöðvanna til þess að komast að þvl,
hvernig horfurnar væru i raun og veru.
Hann var rykugur, rennsveittur og
augu hans voru blóðhlaupin.
„Astandið er hræðilegt,” stundi hann
upp. „Það er ekkert eftir þar.”
„En Þjóöverjar halda þó Póvarnar-
Hnunni,” sagöi Mussolini spyrjandi
rómi.
„Þjóðverjar halda engu, Foringi,”
svaraðiaðstoðarmaðurinn. „Þeir áttu
eina flugvél . eftir og ekkert stór-
skotalið. Þér ættuð að fyrirskipa
tafarlaust undanhald til Valtellina.
Þýzka yfirherstjórnin er ekki til
lengur.”
„Það er almælt, að fólkiö kasti
blómum til hermanna Bandamanna i
Bologna,” sagði Mussolini. „Það
getur þó ekki verið satt?”
Aðstoðarmaðurinn var þungbúinn á
svipinn. „Þvi miður er þaö satt.
Fólkið er reiðubúið til þess að bjóða
hverja þá velkomfta sem færa þeim
frið.”
„SIÐASTA BLAÐSÍÐAN 1 BÓK
MINNI”
Mussolini var mjög hikandi allt til
enda. Hann gat ekki tekið ákvörðun i
málinu. Stundum hallaðist hann að
því að framkvæma Valtellina-
áætlunina. En svo fylltist hann
efasemdum og hikaði við að taka ák-
vörðunina. Ráðgjafar hans bentu
honum á, að það væri allt krökkt af
skæruliöum kommúnista I Valtellina-
héraðinu.
Claretta vildi enn, að ráðagerð
hennar yrði framkvæmd. En hún var
samt hrædd um, að Valtellina-
áætlunin mundi að lokum sigra.
Hvernig sem allt veltist, yrði hún að
vera hjá Mussolini. Hún hringdi I einn
vin sinn I fasistaflokknum og bað hann
um að „útvega sér hinn grágræna
einkennisbúning Hjálparliðs kvenna.
Ef foringinn legði fyrirvaralaust af
stað til virkisins I Valtellinadalnum,
gæti hún kannske haldiö á eftir honum
og komizt þangað óhindrað I slikum
einkennisbúningi. „Gerið það fyrir
mig að útvega mér búninginn,” sagði
hún bænarrómi. „Ég ætla að deyja