Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
breyta og bæta, þannig að hún fullnægi
nokkurn veginn þörfum þessa lifs-
skeiös. En hún getur aldrei komið i
stað móðurmjólkurinnar.
Það fylgja þvi aðrir kostir að hafa
barn á brjósti. Sog barnsins örvar leg
konunnar, þannig að það dregst saman
á háttbundinn hátt. Þetta stuðlaði að
þvi aö draga það saman, þangað til
það var búið að ná eðlilegri stærð að
nýju, þ.e. á stærð við peru. Sam-
dráttur i leginu dró einnig úr hættu á
blæðingum og veitti móðurinni milda
kynferðilega ánægju.
Eftir að við brjóstin fórum að
mjólka, framleiddum við til samans
tæpan litra á dag, sem nægir sjö punda
barni. En mjólkurframleiðsla okkar
óx, eftir þvi sem barnið stækkaði.
Brjóst sumra kvenna geta framleitt
allt að hálfum fjórða litra á dag.
Efnainnihald mjólkurinnar breyttist
einnig Kalsiummagn mjólkurinnar óx
mjög, eftir þvi sem meiri þörf varð á
kalsium til beina- og blóðmyndunar.
Loks varð Eva þreytt á að hafa
barniö á brjósti, þegar tveir mánuðir
voru liðnir frá fæðingu þess, þó að ég
hefði nú kosið, að hún hefði haft það á
brjósti I sex mánuði. Nú veitti þessi
hungraði litli munnur mér ekki neina
örvun lengur, og þvi lagðist kirtla-
starfsemi min i dvala að nýju og ég tók
að léttast, þar til ég hafði náð eðlilegri
þyngd aftur.
Fyrir hvaða sjúkdómum og kvillum
er ég veikast? Þeir eru ekki svo
margir. Kannske er aðaláhyggjuefni
kvennanna, að ég er annaðhvort of
stórt eða litið. Til allrar hamingju
þarf Eva ekki að hafa slikar áhyggjur,
venjulegasta þyngd min er 170 grömm
Þótt Eva sé 42 ára, er ég enn
stinnt og útstándandi. Hefði hún ekki
verið svo vel sett, hefði hún getað.
leitað hjálpar hjá skurðlækni. En væri
ég of Htið, mundu langflestir
heiðarlegir skurðlæknar hafa neitað
aö sprauta silicone I mig, eins og Eva
hefur heyrt, að gert sé, eða setja i mig
nokkurt annað gerviefni. Þess I stað
mundi hann hafa flutt fituvef af
þjóhnöppum hennar, lærum og kvið og
grætt I mig. Þar er erfitt að bæta úr, ef
brjóst eru allt of stór. Sllkt útheimtir
mikla skurðaðgerð. Þá er óþarfur
fituvefur og húð tekið burt, oft svo
mörgum pundum skiptir. Siðan er
brjóstinu veitt ný lögun og geirvartan
flutt á réttan stað, sem er yfir fjórða
rifi.
Aðalhættan, sem að mér steðjar, er
krabbamein. Ég er móttækilegra fyrir
þessum sjúkdómi en nokkurt annað
liffæri i likama Evu, enda er krabba-
mein I brjóstum sú tegund krabba-
meins, sem veldur flestum
dau&sföllum meðal kvenna. Til allrar
hamingju getur Eva gert margt og
mikið til þess að bægja þessari hættu
frá sér. Hún hefur heyrt mikið um
sjálfsskoðun brjósta. Með svolitilli
æfingu getur hún orðið mjög leikin I
slikri skoðun og fundið svo litla hnúða,
að flestum læknum mundi sjást yfir
þá. Við slika skoðun ætti hún að
leggjast niður og hafa kodda undir
vinstri öxl. Siðan ætti hún að þukla
vinstra brjóst sitt vandlega með þrem
flötum fingrum hægri handar. Siðan
ætti hún að setja koddann undir hægri
öxl og þukla hægra brjóstið á sama
hátt með vinstri hendi. Þetta ætti hún -
að gera einu sinni á mánuði á fa’st-
ákveönum tlma, til dæmis tveim
dögum eftir að tiðablæðingum lýkur.
Þar að auki ætti hun að gá að þvi,
hvort vart verður við holumyndun I
brjóstunum. Krabbameinsvefur getur
valdið svolltilli holumyndun vegna
áhrifa sinna á aðra vefi brjóstsins.
Breyti geirvartan um eðlilega stöðu,