Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 67
BARATTAN VIÐ ELLI KERLINGU
65
fita. Úrgangurinn — köfnunarefnið —
skilst út um nýrun. Þetta aukamagn
af eggjahvitu getur orðið til þess að
stytta lifið.
Minnka mat eftir 25 ár.
2. Allur fjöldi vestræns'fölks lifir á
fæðu rikri af hitaeiningum. bað notar
ógrynni af sykri, sem er sennilega
versti og hættulegasti þátturinn f öllu
mataræði. Fólk, sem nær mjög háum
aldri, hefur yfirleitt verið frekar
matgrannt og verið á kosti snauðum af
hitaeiningum. Eftir að fólk er orðið 25
ára, ætti það að fækka hitaeiningunum
um 10% á ári, vegna þess að smátt og
smáttdregurúrathafnasemi þess. En
f staö þess að fara eftir þessari reglu,
borða flestir jafnmikið, eða jafnvel
meira en áður og á þann hátt ofbjóða
þeir likamanum með aukaskömmtum
af mat, sem hleðst upp þar sem hans
er engin þörf.
3. Tóbaksnotkun hefur áhrif á elli-
hrörnunina. Nikótinið vcldur þvi, að
háræðarnar dragast saman og þannig
rænir það ákveðna vefi og frumur þvi
súrefni, sem þeim er lifsnauðsynlegt.
1 smásjánni er hægt að sjá að krampa-
drættir myndast i æðunum við nagl-
rótina þegar reykt er. Þessi sömu
viðbrögð eiga sér einnig stað i frumum
hinna veigamestu liffæra. Þetta getur
veriö ástæðan til að margir reykinga-
menn deyja úr æðakölkun i slagæðum
sjálfs hjartans, áður en þeim hefur
tekizt að reykja i sig lungnakrabba.
Þeir deyja að öllu jöfnu 10-15 árum
fyrr en þeir sem ekki reykja.
4. Úrgangsefni frá vefjunum hafa
áhrif á aðför ellinnar. Með tilraunum
sinum á kjúklingavefjum, sönnuðu
Alexis Carrel og Charles Lindbergh,
að til þess að lif geti haldizt við, verður
að fjarlægja úrgangsefnin. Til þess að
kjúklingavefirnir dæju ekki, varð að
losa þá daglega við þau. Fólk getur
hreinsað likamann með þvi að drekka
mikið vatn, hreyfa sig þannig að það
örvi blóðrásina og anda djúpt. Ef
nýru, lifur, húð og þarmar bregðast
þeim hlutverkum sinum að sia burt
úrgangsefni, veldur það dauða. Þvi
eldra sem fólk verður, þeim mun
tregar siast úrgangsefnin burtu og
ellihrörnunin eykst vegna þess að þau
hlaðast upp i likamanum.
5. Það er mikið undir vökunum
komið, hvort menn eldast fljótt eða
ekki. Það var hinn dáði franski
eðlisfræðingur, prófessor Charles
Edward Brown-Seguard, sem upp-
götvaði þá.
Apaeistu i menn.
Læknirinn, Eugen Steinach, fullyrti,
að aðgerð, sem hann framkvæmdi á
karlmönnum, til að auka kynvaka
þeirra (lokun á sæðisgöngunum),
myndi haíua þeim ungum, en i ljós
kom að það dugði ekki. Rússneskur
flóttamaður i Paris, læknirinn Serge
Voronoff, flutti apaeistu I menn i sama
tilgangi, en það fór á sama veg. Hann
hefði heldur kosið eistu úr ungum
mönnum, en honum tókst ekki að finna
einn einasta ungan og hraustan mann,
sem vildi selja honum þau. A tlmum
Voronoffs læknis vissi enginn, að vefir,
sem eru yuttir frá einum manni til
annars, eyðast, sé ekki um flutning
milli eineggja tvibura að ræða. Þegar
Voronoff læknir fór að setja apaeistu i
menn, voru margir, sem vildu láta
hann framkvæma á sér aðgerðina, en
ekki leið langur timi þangað til kom i
Ijós að áhrifin entust ekki. Það seig
alltaf á ógæfuhliðina með þá sem
höfðu hlotið hana.
Poul Niehans læknir, frá Sviss,