Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 75
LÆKNINGAMIÐILLINN
73
Síðan var mér sagt i smærri atriöum,
hvernig ég ætti að koma fram við
sjtiklingana, sem til min kæmu. Ég
mætti ekki velja eða hafna
sjúklingum, ekki setja upp borgun, ég
ætti að útvega mér sérstakt herbergi
til aö taka á móti fólki I. Ég mætti ekki
neyta áfengis, forðast alla upphefð i
sambandi við lækningar, vera
heiðarlegur og trúr. Svo ætti ég að
koma á tvo aðra slika fundi til aö
kynnast öðrum læknum, sem með
Þóröi störfúðu. Og það gerði ég siðar.
Og hverníg fer svo lækningin fram?
Þeir, sem til min leita, gera venju-
lega boð á undan sér, með þvi að
hringja eða skrifa. Svo koma þeir
hingað, stundum i fylgd fleira fólks, og
ég býð fólkinu inn I þessa stofu, sem
við nú sitjum i. En á þessari sömu
hæð, innar við ganginn er litið her-
bergi, og þangaö koma sjúklingarnir
einir með mér. Viltu lita þangað inn?
Og við gengum þangað . Þetta er
litiö herbergi með ofurlitilli súð. Þar
eru þrir stólar, ofurlltið skrifborð með
hillum yfir. Á skrifborðinu er litill,
lýstur kross og bækur. Nokkrar
helgimyndir eru I herberginu og
legubekkur með dökku áklæði. Einar
býður mér sæti og heldur svo áfram
frásögn sinni.
Nú, þegar sjúklingurinn er hingað
kominn, eru læknarnir hér lika, og
þegar þeir segja mér til, legg ég hægri
höndi á hönd sjúklingsins eða snerti
hann á öðrum stað á meðan læknarnir
skoða hann. Þetta tekur ofurlitla
stund, mislanga eftir ástæðum. Meira
gerist nú ekki bér aö jafnaði.
Ég heyri sagt, að straumurinn frá
þér sé stundum svo sterkur, að
haröfriskir menn detti niður eins og
rotaðir uxar við snertinguna?
Nei, nei, það á sér ekki stað, segir
Einar og hlær. En fyrir kemur,
einkum ef menn eru spenntir eða eitt-
hvað taugaóstyrkir, að læknarnir láta
þá sofna smástund til að róast, en þá
verður auðveldara að hjálpa þeim.
Það er ekkert leyndarmál hvaö hér
gerist og það er öllum opiö að fylgjast
meö þvi.
En hvað gerist, auk þess, sem allir
sjá?
Það eru aðeins þeiy skyggnu, sem
sjá læknana, sem eru dánir menn,
bæði innlendir og útlendir, og þeir eru
misjafnlega margir. Þeir koma og
skoða sjúklinginn eins og aðrir læknar
og munurinn er sá einn, að fæstir sjá
þá. Þeir setja einskonar höfuðfat á
mig, áður en þeir byrja, og það sjá
menn auðvitað ekki, og svo leiða þeir
kraft sinn eða straum i gegnum mig til
sjúklinganna. Sjálfur legg ég engan
kraftfram. Margir sjúklinganna finna
strauminn og hafa lýst honum. Það er
mismunandi litur á þessurn lækninga-
straumi, eftir þvi sem við á hverju