Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
Peking og lýsir öllu Klna, Ó Mao, Mikli
Leiötogi, þú ert sól okkar allra. Frá
Peking sendir þú okkur birtu og gerir
alheiminn bjartan, C, Mikli Mao
formaður!” _
„Gistihús þjóöernanr.a’, sem viö
dvöldum í i Peking, var stórkostlega
hreint og fágaö. Á hverri hæö var heill
hópur skrifstofumanna og herbergis-
þjóna, sem vildu ekki taka við neinum
ómakslaunum. Afhenti maður þeim
poka meö óhreinum fatnaöi klukkan
nfu aö morgni, var hann kominn aftur
á rúmið manns klukkan fimm
siödegis. Rifi maður buxurnar sínar,
eins og kom fyrir mig, fékk maður þær
aftur eftir kiukkutfma, dásamlega vel
viögeröar.
Einn óvenjulegur hlutur var alls
staöar f gistihúsi þessu. Það var skál,
full af kinversku sælgæti, sem
hrfspappir var vafiö utan um (en hann
borðar maður einnig). Skömmu eftir
aö viö komum f gistihúsiö, höföu tveir
úr hópi bandarisku tæknimannanna,
sem sendir höfðu verið . til Kfna á
undan Nixon og fylgdarliði hans, átt
blaöaviðtöl viö evrópska blaðamenn,
en slfkt var brot á samningi, sem
gerður haföi veriö um slikt viö Kfn-
verja. Nú var úr vöndu að ráöa.
Hvernig átti aö refsa þeim? Kín-
verjarnir vildu ekki setja tækni-
mennina I fangelsi, og þeir vildu ekki
sekta þá, vegna þess að þeir voru
verkamenn, og þaö væri ekki rétt af
kommúnistum aö svipta mann launum
sfnum. Þvf sviptu þeir þá sælgætis-
skálunum.
,,Ég hafði miklar áhyggjur af þessu,”
sagöi annar tæknimaðurinn. Ég
skildi, að þetta var mjög hörð refsing.”
Þegar það varö augljóst, að mennirnir
virtust ætla aö hegða sér skikkanlega
þann tima, sem eftir var, birtust
Astarhót sýnir fólk sjaldan opinber-
lega i Kina.
sælgætisskálarnar aftur .... þeim til
mikils léttis. ;
Starfsfólk gistihússins kom okkur
óbeöiö til hjálpar, þegar viö virtumst
hafa týnt einhverju. Dag einn ákvaö
Diane Sawyer, fallegur blaöafulltrúi I
Hvita húsinu, aö nú væri bezt aö kasta
buxunum, sem hún gekk f undir pfnu-
pilsinu sfnu. Hún henti þeim I
bréfakörfuna i svefnherbergi sfnu.
Skömmu siöar. kom herbergisþjónn
hennar þjót.andi þvert yfir anddyriö og
hrópaöi nafn hennar í sifellu. Þar eð
hann fann hana þar ekki, kom hann út
aö langferðabilunum, sem viö vorum
aö leggja af stað mað. Hann kom
hlaupandi og veifaði buxunum, þangaö
til hann fann eiganda þeirra, sem tók
viö þeim, blóörjóöur i framan, og
stakk þeim i veskiö sitt.