Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
haldi i einbýlishúsi fyrir utan Munchen
i Suöur-Þýzkalandi.
Mussolini bar fram áköf mótmæli.
„Hann er eiginmaöur dóttur minnar,
sem mér þykir innilega vænt um,”
sagöi hann. „Hann er faöir barna-
barna minna.”
„Foringi,” svaraöi Hitier hinn ró-
legasti, „þú ert allt of mikiö góömenni.
Þú veröur aldrei fær um aö vera raun-
verulegur einræöisherra.”
Aö svo rnæltu batt Hitler enda á
þessar stuttu viöræöur. En næsta dag
setti Hitler Mussolini úrslitakosti án
alls málskrúös og hótaöi öllu illu, ef
Mussolini samþykkti ekki aö koma
nýrri fasiskri rikisstjórn á laggirnar.
Hann talaöi um ný vopn, „djöfulleg
vopn”, sem gerö heföu veriö til þess aö
jafna Lundúni viö jöröu, Hann kreppti
hægri höndina hægt saman, þangaö til
hnefinn var alveg krepptur og siöan
opnaöi hann hnefann leiftursnöggt og
teygöi fingurna út I ldftiö og sagöi:
„Þaö er þitt aö ákveöa, hvort vopn
bessi yerba notuö á Lundúni eða hvort
þau verða fyrst reynd á Mflanó,
Genua eöa Torino. Noröur-ltalia mun
öfunda Pólland af hlutskipti þess, ef þú
samþykkir ekki aö standa viö skuld-
bindingar þinar gagnvart bandalagi
rikja okkar. Þá mun Ciano ekki veröa
afhentur þér, heldur veröur hann þá
hengdur hérna i Þýzkalandi.”
Þ. 18 september hélt Mussolini út-
varpsávarp og skoraöi á karla og
konur ítaliu aö skipa sér aö nýju undir
gunnfána sinn. Og þannig varð lepp-
lýöveTdiö til, hiö svokallaöa „Salo-lýð-
veldi”, en það hlaut nafngift þá eftir
bæ, sem stendur viö Gardavatn i um
300 milna f jarlægö frá Róm, en nálægt
þeim bæ áttu hinar nýju aðalbæki-
stöövar Mussolini aö veröa.
Jafnvel Hitler sjálfur var ekki hald-
inn neinum tálvonum, er hér var
komiðmáli. 1 einni setmngu, sem hitti
beint I mark, lýsti hann hinum nakta
raunveruleika, sem grúföi yfir þeim
594 dögum, sem Mussolini átti enn
eftir aö rikja á ítaliu. „Foringinn á
ekki neina mikla framtiö fyrir sér á
stjórnmálasviöinu,” sagöi hann eitt
sinn viö Jósef Göbbels.
BLÓÐUG OG HRÆÐILEG
ENDALOK
Ciano var skilaö aftur til Italiu þ. 19.
október, og var hann þá settur I fang-
elsið I Verona, en þaö er frá 16. öld.
Fimm aðrir meðlimir Stórráðsins
voru látnir i nærliggjandi klefa. Þ. 14.
nóvember samþykkti ráöstefna
fasistaflokksins svo einum rómi, aö
þeir skyldu teknir af Hfi.
Edda Ciano baö fööur sinn um aö
láta eiginmanninn lausan. Mussolini
svaraði þvi til meö hálfum huga, aö
hann gæti ekki brotiö I bága viö lögin
til þess aö bjarga tengdasyni sinum.
Hann haföi sjálfur fyrirgefiö Ciano, en
ýmsir aörir vildu alls ekki fyrirgefa
honum. Hitler beiö alveg sérstaklega
eftir þvi aö sjá, hvort Mussolini byggi
yfir nægilegum styrk til þess aö skipta
sér ekki af þróun þessa máis. Musso-
lini var sorglegt dæmi um vanda
manns, sem var svo veiklundaöur, aö
hann þoröi ekki aö sýna samúö.
Jafnvel Rachele, eiginkona Musso-
lini, var á móti þvi, aö sýna skyldi
nokkra linkind. Hún haföi hrópaö
þessi orö aö Ciano, rétt áöur en hann
var settur I fangelsi: „Foringinn er
ekki gamalt húsgagn, sem hægt er aö
fleygja upp á háaioft, þegar maöur er
oröinn þreyttur á þvi.” Hún hélt þvi
stööugt fram af miklum ákafa, ailt frá
þvi að hún fluttist til hinna nýju aðal-
bækistööva Mussolini viö Gardavatn,
aö draga yröi Ciano fyrir dómstólana
og dæma hann.