Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 84
82
Síöan gengu þeir aftur til sætis, og
Mussolini hóf máls að nýju. í þetta
skipti sló hann á aðra strengi, strengi
viðkvæmninnar Hann lýsti yfir þvi, að
hann tæki á sig fulla ábyrgð á þáttöku
ítalíu i styrjöldinni. Hann talaði um
starf sitt i 20 ár og játaði, að þar sem
hann væri nú orðinn sextugur, „gæti
hann jafnvel ihugað þann möguleika
að binda endi á þetta dásamlega
ævintýri.” Siðan virtist sjálfstraust
hans aukast smám saman að nýju.
„En ég vik ekki!’ sagði hann við þá.
„Konungurinn styður mig og einnig
þjóðin. Ég mun skýra konunginum frá
þessum fundi á morgun. Og það væri
gaman að vita, hvað verður um þá á
morgun, sem sýndu mér andstöðu nú i
kvöld?”
„Kúgun”, hrópaði Grandi.
„Hann er að reyna að neyða okkur til
þess að velja á milli hollustu okkar við
hann persónulega og hollustu okkar
við Italiu. Herrar minir, viö getum
ekki hikað. Við veljum ítaliu.”
Nú hófst atkvæðagreiðslan. Grandi
var með handsprengju spennta fast
við lærið, minntist fyrri ótta sins.
Vissulega mundi Foringinn láta taka
þá alla fasta.
Atkvæðin voru talin. Þögnin virtist
óendanleg. En að siðustu kom
tilkynningin: „Nitján já, sjö nei, einn
sat hjá.” Einn meðlimur hafði þar að
auki greitt atkvæði með sinni eigin
tillögu.
Mussolini reis til hálfs úr sæti sinu.
Hann sagði: „Tillaga Grandi hefur
veriðsamþykkt. Fundinum erslitið.”
Hann starði með óduldu hatri á Grandi
og sagði: „Þér hafið drepið
fasismann ”
„LIKTOG MAÐUR, SEM ORÐIÐ
HEFUR FYRIR
FALLBYSSUKÚLU.”
Siðdegis næsta dag ók bllstjóri
ORVAL
Mussolini honum um göturnar I áttina
til Villa Savoia, óðals Vittorios
Emanuele konungs, sem er 300 ekrur
að stærð og er um tveim milum fyrir
utan Róm.
Einræðisherranum hafði nú aukizt
sjálfstraust í slikum mæli, að
framkoma hans einkenndist af
næstum eins miklu oflæti og áður.
Honum fannst ekki lengur sem völdum
hans væri ógnað.,,Konungurinn hefur
alltaf stutt mig af heilum hug,” sagði
hann við yfirmann landvarnarliösins.
Og hann neitaði að gefa fyrirskipun
um handtöku þeirra, sem risið höfðu
upp gegn veldi hans. „Atkvæði yðar
hefur ekki hina minnstu þýðingu,”
sagöi hann i skýringarskyni við einn af
ctuðningsmönnum Grandi. „Stórráðið
er bara beðið að láta i ljós álit sitt.
Það er allt og sumt. Ég hef athugað
lögin um starfsemi þess.”
I orði kveðpu gat konungurinn
krafizt þess likt og Stórráðið, að
Mussolini segði af sér. En hann naföi
lika alltaf látið undán Mussolini 1
þeirri von, að honum tækist þannig að
tryggja það, að hin 1000 ára gamla
Savoyætt hröklaðist ekki frá völdum á
ítaliu, enda þótt þau völd væru ekki
mikil. „Ég styð Mussolini,” hafði
hann sagt, „vegna þess að hann hefur
heppnina með sér, hvort sem hann
hefur nú á réttu að standa eða ekki.”
Mussolini heimsótti Vittorio tvisvar
i viku, likt og hann væri að heimsækja
húsbónda sinn, svo að allt liti vel út á
yfirborðinu. Hann kom með
yfirlýsingar, boð og tilskipanir til
undirskriftar, en svo talaði hann um
konung sem hálfbjána á bak i einka-
viðtölum.
Konungurinn bjó sem einsetumaður
á sveitasetrum sínum og var orðinn
þjóðinni sem ókunnugur maður. En þ.
19. júlf, daginn, sem Róm varð fyrst