Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 21
19
Þrælahald nú á dögum
í kvennabúri olíufurstans
Þau lögðu lif sitt I hættu
tií%ð komast inn
i kvennabúrið, þar sem
rændum konum frá Evrópu
var haldið nauðugum.
*
*
*
J
*
*
*
*
'.H'.
afnskjótt og þunga,
útskorna fllabeinshurðin
lokaðist á- eftir okkur\
urðum viö skelkuð.
Óttinn greip okkur með
sama afli og rándýr.
Ungi, arabiski leiðsögu-
maöurinn minn, Anouk, horfði á mig
með efablöndnum augum. Það var
eins og dimmu augun hennar betluðu
um hjálp. Með nærri ósýnilegri
hreyfingu aðgætti hún, hvort
ljósmyndavélin væri enn undir
kjólnum hennar. Svo tók hún 1 hönd
mér.
Enginn gat liðsinnt okkur hér, i
forgarði kvennabúrsins. Einasta
björgun okkar hér var varúð, dirfska
og heppni.
Við tókum viðbragð, þegar skyndi-
lega heyrðist hvell, skerandi rödd i
þessu ægistóra herbergi: „Gerið svo
vel og komið hingað til enda salarins.”
Anouk þrýsti sér upp að mér, er við
gengum hægt yfir flisagólfið.
Höfugur, sætur ilmur ilmvatns var I
lofti, mörg hundruð kertaljós lýstu
salinn. Við lifðum þátt I einu ævintýra
þúsund og einnar nætur. Eða var það
fremur martröð? Ef til vill aðeins
nokkruro herbergjum frá þessum sal,
hugsanlega I næsta herbergi, var
helviti kvennanna, kvennabúrið.
Við litum á veggina, er við gengum
hægt yfir gólfiö. Þar hékk damask og
silki, hnifur með gullskefti og sverð frá
Jemen,^em hlaut að kosta meira en
flestir okkar hafa I árslaun.
Fótatak okkar er hljótt. Fæturnir
sökkva I þykkt, austurlenzkt teppi,
litasynfonia I rauðu, gulu, brúnu,
gylltu og bláu. Til hægri sáum við út
gegnum opnar dyr. Gosbrunnur
skýtur vatnsstróki hátt I loft upp,
vatnið fellur niður á hvitan marm-
arann, sem glitrar af gimsteinum.
Við vorum nærri komin til hins enda
salarins, og þá er rauða fortjaldinu
svift til hliðar. Gömul kona stigur
fram, breiðir út arma, og aftur
Úr Billedbladet