Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 61
SKILNAÐUR FORELDRA MINNA
59
sem ég væri aðeins I sumarleyfi, og ég
bað þess á hverju kvöldi, að eitthvað
yrði til þess aö foreldrar minir tækju
saman aftur. En ekkert gerðist unz sá
*dagur kom, að öll látalæti voru
tilgangslaus. Amma fékk bréf frá
föður minum, þar sem hann sagöi, aö
skilnaöurinn væri kominn I kring.
1 september hóf ég nám i nýjum
skóla. En þegar ég var rétt að byrja
að kynnast skólasystkinum minum,
skrifaöi mamma og bauð mér að vera
hjá sér um jólin. Eftir skilnaöinn haföi
hún flutt til Chicago og tekiö þar litla
Ibúð á leigu.
Ég var I sjöunda himni, þegar ég sá
hana út um lestargluggann. Hún var
lika mjög glaðleg og áköf á svipinn, en
hún var ekki ein. Með henni var hár og
gildur maður, miklu eldri en pabbi.
Hún bæði hló og grét I senn, þegar
hún faðmaði mig að sér, og sagði við
manninn: „Alfred, þetta er indæla
stúlkanmin.húnLee! Geturöu hugsað
þér, aö ég eigi svona stóra dóttur.”
Svo hlógu þau bæöi og ég hló lika.
En kvöldiö varð ekki eins dásamlegt
og ég hafði gert mér i hugarlund. Ég
var látin hátta snemma. Mamma og
Alfred fóru út saman, og einhver frú
Frisbie var fengin til að vera hjá mér.
En þetta var aöeins byrjunin, þvi að i
næstu tiu daga var frú Frisbie miklu
meira hjá mér en mamma, sem svaf
frameftir á morgnana og fór út meö
Alfred á hverju kvöldi. A gamlársdag
fylgdi mamma mér i lestina, og ég var
nærri fegin aö fara aftur.
Nokkrum mánuöum siðar skrifaði
mamma til þess aö segja mér, aö hún
ætlaöi að fara að giftast Alfred og þau
vildu bæöi, aö ég kæmi til þess aö vera
hjá þeim, strax þegar þau hefðu fengiö
sér stærri Ibúð. Ég sýndi ömmu
bréfið.
,,Ég vil ekki vera hjá þeim —
aldrei!” æpti ég.
„Aldrei er ægilega langur tlmi,
elskan min,” sagöi amma. „Þú munt
hugsa öðruvisi þegar þú verður eidri.”
Þetta voru nærri þvi sömu oröin,
sem mamma sagði, kvöldið, sem hún
sagði mér frá skilnaðinum. Hvað
skyldi ég þurfa að verða miklu eldri til
þess að geta raunverulega skilið . . .?
Þegar skólinn hætti, fórum við
amma til pabba, til þess að vera hjá
honum i sumarleyfinu. En hann var
oftast I háskólanum, við rannsóknar-
störf, og þá sjaldan hann var heima,
var hann hlédrægur og úti á þekju. Við
amma hefðum alveg eins getað verið
kyrrar heima I Detroit.
Þegar við vorum komnar heim
aftur, skrifaði mamma að hún og
Alfred væru enn aö leita sér aö Ibúð.
Ekki bauð hún mér til Chicago um
jólin, en I þess staö sendi hún mér
ávisun fyrir dvalargjaldi I kvenna-
skóla.
Ég haföi ekki vænzt þess, að ég
mundi kunna við mig I skólanum, en
það reyndist verra en ég hafði búizt
við. Ég hafði aldrei átt hægt með að
eignast vini, og allar stúlkurnar voru
hver I sinum vinahóp. Við þetta
bættist svo, að herbergisfélagi minn,
Mary Cless, var með allan hugann hjá
fjölskyldu sinni, svo að þar komst lltið
annaö að.
Nærri þvl u,m hverja helgi fór hún
heim til sln. Þess á milli fékk hún lika
fleiri bréf en nokkur önnur stúlka I
hennar bekk. Ég sáröfundaði hana,
þegar hún sat á rúmi sinu og las bréfin
aftur og aftur.
Væri Mary ekki að lesa bréf, virtist
hún alltaf vera að skrifa bréf — ekki
aðeins foreldrum sinum, heldur lika
bróöur sinum, sem var að heiman I