Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 148
146
gjalda varð til þess, að sifellt fleiri
mæður komu þjótandi meðdætur sinar
til þess að láta skrá þær f skólann.
Þetta var I algerri mótsögn við þau
hagfræðilegu lögmál, sem ríkja I
heimi kaupsýslumannanna. Þar af
leiðandi fóru þær Carol og Janis nú aö
kenna þrem hópum vikulega, og spari-
fé þeirra óx jafnt og þétt.
Það er ekki svo að skilja, að ég hafi
ekki álitið, að dóttir min ætti þessa
velgengni skilið. Og ég kvartaöi ekki
heldur yfir þeim talsverðu llkamlegu
óþægihdum, sem það hafði I för með
sér, að heimili mlnu var breytt I ball-
ettskóla.
Mér var alltaf dauðkalt á fótunum
alla laugardagsmorgna allan lið-
langan veturinn vegna köldu vind-
strókanna, sem komu æðandi inn I
húsið með litlu ballettnemendunum,
sem gátu aldrei munað eftir þvl að
loka á eftir sér þrátt fyrir margendur-
tekin tilmæli mín. En enda þótt mér
væri meinilla við þessa sífelldu opin-
gátt, væri synd að segja, að hundarnir
mlnir hefðu ekki kunnað að meta
hana, þvi að þeir biðu I ofvæni alla
vikuna eftir tækifæri til þess að stelast
út á götu.
Og þegar ég æddi á eftir þeim á inni-
skónum I snjónum til þess að ná I þá,
gat ég ekki annað en hugsað um kald-
hæðni llfsins: Þegar sonur notar at-
hafnaorku slna heima við, léttir það
vinnu af föður hans. En þið skuluð á
hinn bóginn gæta ykkar, þegar um
dóttur er að ræða!
Hvern biður ung stúlka um hjálp,
þegar setja þarf upp ballettæfinga-
handrið á veggi leikherbergisins? Og
hver er það, sem henni finnst rökrétt-
ast að snúa sér til, þegar hún þarf að
láta prenta tilkynningar og námsskrá?
Qg sama er að segja um öll þessi sér-
stöku tækifæri eins og t.d. jölirr, þegar
ÚRVAL
tugir lltilla nemenda I svörtum
æfingabúningum sitja I hring á gólfinu
og blða með blik I augum eftir stærsta
augnabliki ársins, komu jólasveinsins.
Nú, hvern getur unga kennslukonan
þeirra þá helzt beðið um að leika jóla-
svein? Nú, hvern annan en þennan
gamla, vinnuþrúgaða skarf?
Og þess vegna lagar jólasveinninn
svolltið til búninginn sinn á bak við
hurðina, áður en hann kemur syr.gj-
andi inn I miðjan hóp hinna upprenn-
andi ballettstjarna I leikherberginu
með fangið fullt af gjöfum. Og þegar
sú síöasta er loks farin heim, læðist
hann niður I dimmasta hornið I kjall-
aranum og klæðir sig úr skartinu og
fer I heppilegri búning, sem er að visu
ekki nærri eins litrlkur.
Svo andvarpar hann og fer út á
gangstlginn og tekur aftur til að moka
burt snjónum af honum og veifar öðru
hverju til ungu strákanna I næsta húsi,
sem eru önnum kafnir við sams konar
starf eftir að hafa verið hvattir til þess
af slnum blóðlata föður.
Það er hugsunin, sem aö baki býr, sem
hefur mesta þýðingu
Enda þótt ekki hafi gleymzt að skrá
alls konar uppfinningar og afrek karl-
manna I mannkynssöguna af hinni
mestu kostgæfni, þá virðist oft hafa
gleymzt að hrósa hinni venjulegu konu
fyrir ýmislegt, sem hún hefur afrekað
af mikilli hugkvæmni, ýmislegt, sem
stendur ekki afrekum karlmannanna
að baki. í okkar fjölskyldu kemur
þetta einna bezt fram, þegar búa þarf
til gjafir fyrir jólin og afmæiisdaga.
Fyrr á árum voru sumar þessar gjafir
aðeins skraut fyrir augað, t.d. klunna-
legar en fallegar plastafsteypur af
handaförum telpnanna og pappirs-
skraut, sem bar ýmsar áletranir I lof-
geröarstll, svo sem „Bezti pabbi árs-